Körfubolti

Dómara­nefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brott­rekstur eða leik­bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristófer verst fimlega í leik þrjú.
Kristófer verst fimlega í leik þrjú. Vísir/Bára Dröfn

Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.

Atvikið sem um er ræðir snýr að Kristófer Acox, leikmanni Vals, og Jordan Semple, leikmanni Þórs. Semple var ekki með í leik liðanna í gær, sunnudag, þegar Valur jafnaði metin í einvíginu í 2-2.

Eftir leik mætti Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, og sagði „þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk.“ Þar átti hann við þá staðreynd að Semple hefði farið úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer. Farið far yfir atvikið í Körfuboltakvöldi bæði fyrir og eftir leikinn í gær.

Í dag, þriðjudag, baðst Lárus svo afsökunar. Hann sagðist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða.

„Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra,“ sagði Lárus einnig.

Nú hefur KKÍ gefið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að allir aðilar innan dómaranefndar sambandsins, innlendir sem og erlendir, hafi verið sammála að Kristófer hafi ekki átt skilið brottrekstur né leikbann.

Yfirlýsingu KKÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.

Í ljósi um­mæla þjálf­ara Þórs frá Þor­láks­höfn vegna at­viks úr þriðja leik Vals og Þórs vill dóm­ara­nefnd KKÍ koma því á fram­færi að all­ir þeir sem um þetta mál hafa fjallað á veg­um nefnd­ar­inn­ar, inn­lend­ir sem er­lend­ir aðilar, hafa kom­ist að þeirri sömu niður­stöðu að at­vikið verðskuldi ekki brottrekst­ur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×