Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:07 Lárus Jónsson hefur beðið Kristófer Acox afsökunar á ummælum sínum eftir leik Þórs Þorlákshafna og Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla. Samsett Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40