Fjölnismenn halda vonum sínum um Olís-deildarsæti á lífi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 16:19 Fjölnismenn gátu leyft sér að fagna í leikslok Facebook/Fjölnir Handbolti Fjölnir vann lífsnauðsynlegan eins marks sigur er liðið heimsótti Víking í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili, 24-25. Víkingar höfðu unnið fyrstu tvo leiki eivígisins og liðið gat því tryggt sér sæti í deild þeirra bestu með sigri í dag. Fjölnismenn voru þó ekki tilbúnir að gefast upp og þeir náðu þriggja marka forskoti snemma leiks. Víkingar unnu sig þó hægt og rólega aftur inn í leikinn og voru búnir að jafna metin þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Víkingar náðu svo forystunni í fyrsta skipti í leiknum undir lok fyrri hálfleiks, en Fjölnismenn jöfnuðu á ný og staðan var 13-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir jafnar upphafsmínútur í síðari hálfleik náði heimamenn í Víking upp þriggja marka forskoti í stöðunni 20-17. Fjölnismenn skoruðu þá næstu þrjú mörk leiksins og jöfnuðu metin á ný þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Víkingar virtust þó vera að tryggja sér sigurinn þegar liðið náði tveggja marka forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og liðið var með boltann. Markvarslan hjá Fjölni datt þá heldur betur í gang og gestirnir skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér um leið sigurinn, 24-25. Þorleifur Rafn Aðalsteinsson var markahæstur í liði Fjölnis með sjö mörk, en í liði Víkinga var Gunnar Valdimar Johnsen atkvæðamestur, einnig með sjö mörk. Víkingur og Fjölnir þurfa því að mætast að minnsta kosti einu sinni í viðbót í umspili um laust sæti í Olís-deildinni. Fjórði leikur liðanna fer fram í Dalhúsum næstkomandi fimmtudag klukkan 19:30. Fjölnir Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Sjá meira
Víkingar höfðu unnið fyrstu tvo leiki eivígisins og liðið gat því tryggt sér sæti í deild þeirra bestu með sigri í dag. Fjölnismenn voru þó ekki tilbúnir að gefast upp og þeir náðu þriggja marka forskoti snemma leiks. Víkingar unnu sig þó hægt og rólega aftur inn í leikinn og voru búnir að jafna metin þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Víkingar náðu svo forystunni í fyrsta skipti í leiknum undir lok fyrri hálfleiks, en Fjölnismenn jöfnuðu á ný og staðan var 13-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir jafnar upphafsmínútur í síðari hálfleik náði heimamenn í Víking upp þriggja marka forskoti í stöðunni 20-17. Fjölnismenn skoruðu þá næstu þrjú mörk leiksins og jöfnuðu metin á ný þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Víkingar virtust þó vera að tryggja sér sigurinn þegar liðið náði tveggja marka forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og liðið var með boltann. Markvarslan hjá Fjölni datt þá heldur betur í gang og gestirnir skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér um leið sigurinn, 24-25. Þorleifur Rafn Aðalsteinsson var markahæstur í liði Fjölnis með sjö mörk, en í liði Víkinga var Gunnar Valdimar Johnsen atkvæðamestur, einnig með sjö mörk. Víkingur og Fjölnir þurfa því að mætast að minnsta kosti einu sinni í viðbót í umspili um laust sæti í Olís-deildinni. Fjórði leikur liðanna fer fram í Dalhúsum næstkomandi fimmtudag klukkan 19:30.
Fjölnir Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Sjá meira