Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 09:30 Los Angeles Lakers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Ronald Martinez/Getty Images Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira