Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 27. apríl 2023 16:02 Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Fíkn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun