„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 09:02 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/arnar Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar. Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar.
Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira