Lesblinda er algengari er áður hefur verið talið Snævar Ívarsson skrifar 24. apríl 2023 14:30 Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kynntar hafa verið niðurstöður þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi. Þær eru aðgengileg er á samfélagsmiðlum félagsins. Þær staðfesta að fimmti hver glímir við lesblindu. Hún er því mun algengari en áður hefur verið talið. Hvað er lesblinda? Lesblinda er algeng námsröskun sem hefur áhrif á getu einstaklings til að lesa, skrifa og stafa. Þetta tengist alls ekki greind einstaklinga. Lesblinda hefur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr rituðu og töluðu máli. Þetta geta verið erfiðleikar með hljóðvitund, erfiðleikar við að afkóða orð, hægur eða ónákvæmur lestur, erfiðleikar við stafsetningu og ritun og erfiðleikar við munnlega tungumálakunnáttu. Það er engin lækning til við lesblindu, en það er hægt að stjórna henni með inngripum, aðbúnaði og stuðningi. Það getur falið í sér sérhæfða lestrarkennslu, hjálpartæki eða skilning eins og lengri tíma til próftöku. Með stuðningi geta lesblindir einstaklingar náð góðum námsárangri og lifað ánægjulegu lífi. Mikilvægi greininga og stuðnings Áðurnefnd rannsókn staðfestir að allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára eru með lesblindu. Niðurstöður sýna að börn sem greind eru eftir 10 ára aldur glími frekar við kvíða en þeir sem fá greiningu undir 10 ára aldri og fá bjargir í framhaldinu. Þá eru þeir sem eru lesblindir og fá greiningu seint, líklegri til þess að vera hvorki á vinnumarkaði né í námi, en aðrir í aldurshópnum. Að auki kemur fram að lesblindir eru síður líklegir til þess að klára háskólanám en þeir sem eru ekki lesblindir. Hvað gerir félag lesblindra? Félag lesblindra á Íslandi vinnur að hagsmunamálum lesblindra til að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Frá stofnun þess, árið 2003, hefur verið unnið markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu. Við erum frjáls félagasamtök sem telja í dag um 2.400 félagsmenn. Við erum eingöngu rekin með sjálfsaflafé án beinna opinberra framlaga. Félagið aðstoðar lesblinda og vinnur með aðstandendum og þeim sem vinna í þeirra þágu, kennurum, skólastarfsfólki, yfirmönnum og samstarfsfélögum. Það felst í margvíslegum stuðningi og fræðslu sem félagið veitir félagsmönnum endurgjaldslaust. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi réttindi lesblindra, greiningu og aðstoð innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Sértæk ráðgjöf um hjálpartæki hefur aukist. Þá hafa kennarar og námsráðgjafar í auknum mæli leitað leiðsagnar og samstarfs við félagið enda sama markmið. Það er jafnframt full ástæða til að hvetja alla lesblinda til þátttöku í félaginu. Það er hægt að gera með skráningu á vef félagsins. www.lesblindir.is Hvatning til góðra verka Í gegnum árin hefur félagið unnið að ýmsum athugunum og könnunum um lesblindu á Íslandi en þessi rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er langítarlegasta rannsókn sem við höfum gert og sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Ég fullyrði af reynslu minni af samstarfi við Evrópsk félög lesblindra að þessi viðamikla rannsókn hér á landi er einstök. Ég treysti því að niðurstöðurnar sanni að það góða verk sem Félag lesblindra hefur unnið, og þeim sem láta sig lesblindu varða, ættu að verða öllum hvatning til góðra verka. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun