Fékk nóg af tilraunastarfsemi og fann fegurðina í þjálfun Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára. „Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira