Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 21:36 Gjörningur stuðningsmanna Skallagríms á sunnudaginn þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn. Aðsent Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum. Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum. Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum.
Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira