Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 15:00 Það kemur mikið til með að mæða á Hilmari Smára Henningssyni í kvöld. vísir/Diego Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn. Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira