Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 15:00 Það kemur mikið til með að mæða á Hilmari Smára Henningssyni í kvöld. vísir/Diego Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn. Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira