Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 15:00 Það kemur mikið til með að mæða á Hilmari Smára Henningssyni í kvöld. vísir/Diego Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn. Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira