Meira en heildartekjur ríkissjóðs Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 11:30 Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar