Hagstæðustu lán sem völ er á? María Sól Antonsdóttir og Nanna Hermannsdóttir skrifa 13. apríl 2023 23:30 Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Hermannsdóttir Námslán Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun