„Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 15:59 Hafdís Elva Guðjónsdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ræddu um stöðu barna með einhverfu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“ Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“
Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira