Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 09:00 Diar, dóttir DeMar DeRozan, vakti mikla athygli með öskrum sínum þegar leikmenn Toronto Raptors reyndu að setja niður vítaskot. Skjáskot/ESPN Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri. Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð. NBA Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Um var að ræða leiki á milli liðanna í 9. og 10. sæti, í annars vegar austurdeild og hins vegar vesturdeild. Tapliðin eru komin í sumarfrí en sigurliðin geta tryggt sér síðustu lausu sætin í úrslitakeppninni. Chicago spilar nú við Miami Heat en Oklahoma mætir Minnesota Timberwolves, og fara leikirnir fram annað kvöld. Chicago eða Miami mun svo mæta Milwaukee Bucks en sigurliðið úr hinu einvíginu mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni. Dóttirin öskraði og Toronto aldrei nýtt vítin verr Chicago lenti 19 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Toronto í gærkvöld en þrátt fyrir lélega hittni utan þriggja stiga línunnar tókst Chicago að lokum að landa sigri. Eitt af því sem hjálpaði Chicago að landa sigrinum var að Toronto nýtti aðeins 18 af 36 vítum sínum í leiknum. Dóttir DeRozan, Diar, gæti þar hafa haft sitt að segja, eða öskra, því allir í húsinu og sjónvarpsáhorfendur heyrðu vel þegar hún öskraði til að trufla vítaskyttur Toronto. Hér að neðan má heyra öskrin sem urðu meðal annars að umræðuefni lýsenda ESPN þegar leið á leikinn. DeRozan sagði frá því eftir leik að hann hefði leyft dóttur sinni að sleppa skóladegi til að mæta til Toronto og sjá leikinn en feðginin þekkja þar vel til eftir að DeRozan spilaði með Toronto. „Ég er ánægður með að hafa leyft henni það [að koma á leikinn]. Ég hlýt að skulda henni einhvern pening,“ sagði DeRozan glaðbeittur eftir sigurinn en Toronto hafði aldrei á leiktíðinni nýtt vítin sín eins illa og í gærkvöld. DeRozan sagði hins vegar ljóst að dóttirin yrði ekki á leiknum við Miami á morgun enda þyrfti hún að mæta í skólann. Zach LaVine var annars í aðalhlutverki hjá Chicago með 39 stig og DeRozan skoraði 23 gegn sínu gamla liði. Hjá Toronto var Pascal Siakam með 32 stig og Fred VanVleet skoraði 26 stig og tók 12 fráköst, en tímabilið verður að flokkast sem vonbrigði hjá liðinu sem nú getur farið að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.
NBA Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira