Rytas á í harðri toppbaráttu í litháísku deildinni og var fyrir leikinn í dag tveimur stigum á eftir Zalgiris sem einnig lék í dag. Neptunas var í áttunda sæti í baráttu um að komast í úrslitakeppnina.
Leikur Rytas og Neptunas var jafn og spennandi en gestirnir í Rytas leiddu með fjórum stigum í hálfleik, staðan þá 51-47.
Síðari hálfleikur var sömuleiðis jafn og munaði enn fjórum stigum þegar þriðja leikhluta var lokið. Heimamönnum tókst að jafna og komast yfir í lokafjórðungnum og þegar skammt var eftir var staðan 86-86.
Elvar og félagar voru hins vegar sterkari á lokamínútunum. Þeir gerðu fjögur síðustu stigin og unnu 90-86 sigur. Rytas er enn í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn þar sem Zalgiris Kaunas vann öruggan sigur í sínum leik.
Elvar Friðriksson skoraði fimm stig á þeim rúmu átján mínútum sem hann lék í dag. Hann gaf þar að auki þrjár stoðsendingar og stal einum bolta.