Hvers á kerling að gjalda? Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 7. apríl 2023 15:00 Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Viðhorf Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag. Þá má nefna nýlegt dæmi þar sem rafbyssa er kölluð rafvarnarvopn sem er ólíkt jákvæðara og sakleysislegra heiti yfir þennan ,,dauðageisla” líkt og Bragi Valdimar kallar byssuna á einum stað. Ljóst er að tungumálið endurspeglar viðhorf og oft gömul og úr sér gengin viðhorf. Nefna má sem dæmi orðin gleðimaður og gleðikona sem sígilt og vel þekkt dæmi um ólík viðhorf til kynjanna því merkingin er afar ólík eftir því hvort maður eða kona á í hlut. Þarna er ennfremur gerður skýr greinarmunur á kynjum því sjaldan, ef nokkurn tíma, er kona sögð vera gleðimaður. Maður og kona Í daglegu tali á orðið maður oft illa við konur, t.d. er sjaldnast talað um að einhver maður sé óléttur og manneskja segist tæplega vera að fara að hitta nokkra menn í kaffi ef um konur er að ræða. Það þætti heldur undarleg orðanotkun. Þá má sjá dæmi um augljósan greinarmun í samsettum orðum. Áður hafa verið nefnd orðin gleðimaður og gleðikona en við þau má bæta eiginmaður og eiginkona. Kona verður seint kölluð eiginmaður. Finna má gömul dæmi um notkun þessara orða, og aðgreiningu þeirra, eða allt frá sextándu öld. Það eru heldur engin nýmæli að orðin kona og maður séu notuð til að aðgreina þessi tvö kyn. Finna má dæmi þess allt frá 13. öld en í Gylfaginningu er þetta orðalag að finna: „Þá óx undir vinstri hönd honum maður og kona …“ (Snorra-Edda, 1992, bls. 20) Þetta andstæðupar kemur síðan oftar fyrir er nær dregur okkur í tíma. Til dæmis má sjá í Ritmálssafni Árnastofnunar vísað til orða Guðbrands biskups Þorlákssonar frá fyrri hluta 17. aldar: „Veralldleg Ekta-Hioon / Madur og Kona“. Þá ber þekkt skáldsaga eftir Jón Thoroddsen frá árinu 1850 titilinn Maður og kona og Ólöf frá Hlöðum tók svo til orða í ljóðinu Valdi að eitt --- í byrjun 20. aldar: Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«, okkur hvað eina skilur svona. Valdi það eitt, að þú ert maður, þá er skaði að fæðast kona. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum, 1913) Orð hafa áhrif, bæði leynt og ljóst, og það getur verið þreytandi að heyra jafnan talað í karlkyni um öll kyn. Þá verða ýmsir árekstrar milli líffræðilegs og málfræðilegs kyns sem geta verið mjög misvísandi þegar um ræðir konur eða kvár. Íslenska er mjög karllægt tungumál sem endurspeglar fyrst og fremst karllæg viðhorf og karllægan heim. Færst hefur í aukana að konur, og kvár, tengi ekki við orðið maður og kjósi að nota það ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það því líkt og áður hefur komið fram er þessi aðgreining kynja sem felst í orðunum maður og kona engin nýmæli og mun eðlilegri en að nota orðin karl og kona til þess arna, enda hvers á kerlingin að gjalda? Karl og kerling Það hefur lengi farið vel á með karli og kerlingu í koti ævintýranna. Það þykir þó ekki fara jafn vel á að aðgreina kynin með þessu orðavali þar sem ólíkt orðinu karl þykir orðið kerling jafnan niðrandi og vilja fæst taka sér það í munn. Það er vissulega leitt af orðinu karl með viðskeytinu -ing en eins er farið með orðið drottning, sem leitt er með sama hætti af orðinu drottinn, og ekki þykir sá titill vera til minnkunar. Því ætti ekki að vera síðra að vera kerling heldur en karl en það er nú samt svo því að orðið hefur verið notað sem hnjóðsyrði um bæði konur og menn um alllanga hríð. Í orðabók koma fram tvær merkingar á orðinu kerling, annars vegar „kona“ og hins vegar „gömul kona“. Orðið karl hefur einnig tvær merkingar, annars vegar „karlmaður“ og hins vegar „eiginmaður“. Sú sem hér hamrar á lyklaborð notar gjarnan orðið kerling um sjálfa sig og hefur uppskorið skammir fyrir úr vinahópnum fyrir að gera lítið úr sér með þessu orðavali. Það er löngu tímabært að endurheimta þetta ágæta orð svo að kerling fái notið sín víðar en í heimi ævintýranna. Hún á það skilið. Orðaval Orðaval skiptir alltaf máli. Ný og nútímalegri viðhorf og aukið jafnrétti í samfélaginu kalla á endurskoðaðan orðaforða. Það er ekki ógn við íslenskuna að tungumál taki breytingum, það er til marks um að það sé lifandi og í notkun. Því er um að gera að leika sér með málið og leitast við að búa þannig um það að öll megi vel við una. Í stað þess að ónotast út í slíkar breytingar er miklu nær að við sameinumst um að standa vörð um íslenskuna í ójöfnum slagi hennar við enskuna. Heimildir: Bragi Valdimar. (30. desember 2022). Rafvarnarvopn? Hvað varð um hið fallega íslenska orð, dauðageisla? https://twitter.com/BragiValdimar/status/1608780843333582849 Snorra-Edda. (1992). Heimir Pálsson bjó til prentunar. Reykjavík: Mál og menning. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum. (1913). Nokkur smákvæði. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (e.d.). Málið.is: https://malid.is/
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun