Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:46 Hrannar Guðmundsson hættir sem þjálfari Stjörnunnar eftir tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. „Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
„Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira