Martröð Luka og Kyrie heldur áfram | Pelicans á uppleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 10:30 Jimmy Butler sá til þess að Luka og Kyrie fóru ósáttir á koddann. Megan Briggs/Getty Images Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114. Dallas hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Liðið var að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppnina yfir í að berjast um sæti í henni en er nú dottið úr sætunum sem skila liðum í umspilið. Eins og staðan er í dag eru leikmenn Dallas á leiðinni í frí þegar deildarkeppninni lýkur. Eitthvað sem Luka Dončić hefur lítinn áhuga á. Eins og oft áður var það varnarleikur Dallas sem kostaði liðið í nótt. Heat skoraði 44 stig í fyrsta leikhluta gegn 31 stigi hjá Dallas. Var grunnurinn að sigrinum strax lagður þar en Luka, Kyrie og félagar áttu engin svör. Lokatölur 129-122 og Dallas nú tapað 41 leik en aðeins unnið 37. Hjá Miami Heat var Jimmy Butler stigahæstur með 35 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Cody Zeller skoraði 20 stig og gamla brýnið Kevin Love skoraði 18 stig og tók 5 fráköst. Jimmy Butler got off to a hot start and finished with 35 PTS and a season-high 12 AST to lead the @MiamiHEAT to crucial win at home! pic.twitter.com/xAmgJsObTZ— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í tapliðinu var Luka stigahæstur með 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði 31 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hinn margumtalaði Kyrie Irving skoraði svo 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Luka Doncic records his 14th 40+ PT game of the season with his 42-PT performance tonight in Miami pic.twitter.com/MMw4xa0rPh— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í hinum leik næturinnar þá var það Clippers sem byrjaði betur en Pelicans sneru dæminu við. Pelicans var 10 stigum undir að loknum fyrsta leikhluta en aðeins stigi undir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst Pelicans að komast yfir og vann á endanum mikilvægan sigur. Lokatölur 122-114 sem þýðir að Pelicans hefur nú unnið 40 leiki og tapað 38 á meðan Clippers hefur unnið 41 og tapað 38 leikjum. Hjá Pelicans var Brandon Ingram stigahæstur með 36 stig. Hann gaf einnig 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jonas Valančiūnas með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Russell Westbrook kom þar á eftir með 24 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst. A big game with big performances Brandon Ingram (36 PTS, 8 AST) and Kawhi Leonard (40 PTS, 8 REB) dueled in a matchup with huge postseason implications! pic.twitter.com/Zc0aIa2tSO— NBA (@NBA) April 2, 2023 Stöðuna í deildinni, bæði Vestur- og Austurdeild, má sjá hér að neðan en Clippers og Los Angeles Lakers eiga eftir að mætast innbyrðis í leik sem gæti skipt sköpum hvort liðið fer beint í úrslitakeppnina eða hvort þarf að fara í gegnum umspilið. Þá á Pelicans eftir að spila við Minnesota Timberwolves. The Pelicans move into the 7th spot out West A look at the updated NBA standings after Saturday's action!For more: https://t.co/dMyaWGoLZF pic.twitter.com/BV9cMklWUc— NBA (@NBA) April 2, 2023 Hér fyrir neðan má sjá hvernig umspilið lítur út í dag. Það getur þó margt breyst á þeim tíu dögum sem eru þangað til það hefst. 10 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/MndHjxD29g pic.twitter.com/tpLn41cBUv— NBA (@NBA) April 2, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Dallas hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Liðið var að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppnina yfir í að berjast um sæti í henni en er nú dottið úr sætunum sem skila liðum í umspilið. Eins og staðan er í dag eru leikmenn Dallas á leiðinni í frí þegar deildarkeppninni lýkur. Eitthvað sem Luka Dončić hefur lítinn áhuga á. Eins og oft áður var það varnarleikur Dallas sem kostaði liðið í nótt. Heat skoraði 44 stig í fyrsta leikhluta gegn 31 stigi hjá Dallas. Var grunnurinn að sigrinum strax lagður þar en Luka, Kyrie og félagar áttu engin svör. Lokatölur 129-122 og Dallas nú tapað 41 leik en aðeins unnið 37. Hjá Miami Heat var Jimmy Butler stigahæstur með 35 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Cody Zeller skoraði 20 stig og gamla brýnið Kevin Love skoraði 18 stig og tók 5 fráköst. Jimmy Butler got off to a hot start and finished with 35 PTS and a season-high 12 AST to lead the @MiamiHEAT to crucial win at home! pic.twitter.com/xAmgJsObTZ— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í tapliðinu var Luka stigahæstur með 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði 31 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hinn margumtalaði Kyrie Irving skoraði svo 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Luka Doncic records his 14th 40+ PT game of the season with his 42-PT performance tonight in Miami pic.twitter.com/MMw4xa0rPh— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í hinum leik næturinnar þá var það Clippers sem byrjaði betur en Pelicans sneru dæminu við. Pelicans var 10 stigum undir að loknum fyrsta leikhluta en aðeins stigi undir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst Pelicans að komast yfir og vann á endanum mikilvægan sigur. Lokatölur 122-114 sem þýðir að Pelicans hefur nú unnið 40 leiki og tapað 38 á meðan Clippers hefur unnið 41 og tapað 38 leikjum. Hjá Pelicans var Brandon Ingram stigahæstur með 36 stig. Hann gaf einnig 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jonas Valančiūnas með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Russell Westbrook kom þar á eftir með 24 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst. A big game with big performances Brandon Ingram (36 PTS, 8 AST) and Kawhi Leonard (40 PTS, 8 REB) dueled in a matchup with huge postseason implications! pic.twitter.com/Zc0aIa2tSO— NBA (@NBA) April 2, 2023 Stöðuna í deildinni, bæði Vestur- og Austurdeild, má sjá hér að neðan en Clippers og Los Angeles Lakers eiga eftir að mætast innbyrðis í leik sem gæti skipt sköpum hvort liðið fer beint í úrslitakeppnina eða hvort þarf að fara í gegnum umspilið. Þá á Pelicans eftir að spila við Minnesota Timberwolves. The Pelicans move into the 7th spot out West A look at the updated NBA standings after Saturday's action!For more: https://t.co/dMyaWGoLZF pic.twitter.com/BV9cMklWUc— NBA (@NBA) April 2, 2023 Hér fyrir neðan má sjá hvernig umspilið lítur út í dag. Það getur þó margt breyst á þeim tíu dögum sem eru þangað til það hefst. 10 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/MndHjxD29g pic.twitter.com/tpLn41cBUv— NBA (@NBA) April 2, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira