Körfubolti

Fjölnir og Skallagrímur skrefi nær sæti í efstu deild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Ragnar Nathanaelsson skoraði 16 stig fyrir Hamar.
Landsliðsmaðurinn Ragnar Nathanaelsson skoraði 16 stig fyrir Hamar. Vísir/Bára

Fjölnir og Skallagrímur unnu í kvöld leiki sína í undanúrslitum umspilsins í 1. deild karla um sæti í Subway-deild karla í körfubolta.

Fjölnismenn unnu góðan þriggja stiga útisigur er liðið heimsótti Hamar til Hveragerðis í jöfnum og spennandi leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en að lokum voru það Fjölnismenn sem höfðu betur og eru nú með forystu í einvíginu.

Þá vann Skallagrímur sterkan fjögurra stiga útisigur gegn Sindra og er liðið því einnig komið með forystu í því einvígi.

Næstu leikir liðanna fara fram næstkomandi þriðjudag og geta bæði Fjölnir og Skallagrímur tvöfaldað forystu sína með sigrum á heimavelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×