Á hverju strandar uppbygging flutningskerfis raforku? Birgir Örn Ólafsson og Björn Sæbjörnsson skrifa 31. mars 2023 11:31 Eins og raunar var ítrekað bent á við breytingu á raforkulögum árið 2015 og í umfjöllun um þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sem samþykkt var samhliða breytingum á raforkulögum var hið opinbera fyrirtæki Landsnet þá sett í algjöra yfirburðastöðu gagnvart sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum. Voru því falin ríkari völd en nokkur dæmi höfðu áður sést um í hinu opinbera kerfi. Fyrirtækið átti sjálft að móta stefnumarkandi kerfisáætlun án aðkomu kjörinna fulltrúa og meðvituð ákvörðun tekin um að í stað þess fela óháðum úrskurðaraðila það hlutverk að úrskurða í ágreininingsmálum að fela stjórnsýslustofnun það hlutverk að afgreiða stefnumörkun flutningsfyrirtækisins. Það var sömuleiðis meðvituð ákvörðun Alþingis að gera ekki ráð fyrir fullnægjandi málsmeðferð sem leitt gæti til sátta ef ágreiningur kynni að skapast um lagningu háspennulína. Fjölmargir þingmenn og hagsmunaaðilar bentu á að þarna væri verið að hefja vegferð sem seint myndi reynast grundvöllur sátta í samfélaginu. Vegferð sem miðaði að því að víkja úr vegi öllu sem mögulega gæti raskað áformum um áframhaldandi uppbyggingu í þágu tiltekinna hagsmunafla en tæki í engu tillit til umhverfislegra, samfélagslegra og annarra efnahagslegra hagsmuna, þar með talið hagsmuna vaxandi atvinnugreinar ferðaþjónustu sem óumdeilt er að byggði þá og byggir enn tilvist sína á einstakri náttúru Íslands. Líkt og nú voru breytingarnar bornar fram undir yfirskyni bráðavanda sem leysa þurfi hratt og vel. Eins og meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar benti á í umsögn sinni við frumvarpið gengu breytingarnar í þveröfuga átt við löggjafarþróun undangenginna ára að því leyti að í stað aukins samráðs við almenning og hagsmunaaðila við gerð viðamikilla opinberra áætlana og að málum væri beint í sáttafarveg væri um einhliða ákvarðanatöku að ræða. Eins og Katrín Jakobsdóttir þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherra benti á í ræðu sinni var með lögunum ekki aðeins gengið á skipulagsvald sveitarfélaga og þar með stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til sjálfsstjórnar, heldur bæri málatilbúnaðurinn allur vott um skort á lýðræðislegum vinnubrögðum. Á orð Katrínar var ekki hlustað og ekki heldur á alvarlegar athugsemdir sem fjölmörg sveitarfélög og samtök þeirra, Skipulagsstofnun, Landvernd og fleiri aðilar gerðu við sama tilefni. Miðað við umræðuna á Alþingi í dag virðist stemmningin því miður harla lítið hafa breyst. Var meðal annars bent á að í málinu sem varðaði augljóslega fjölbreytta hagsmuni, væri það sett í hendur eins fyrirtækis að leggja mat á ágæti eigin lausna, fyrirtækis sem væri falið yfirburðavald í málaflokknum og því í algjörri lykilstöðu. Miðað við þá forskrift sem Alþingi fól fyrirtækinu að starfa eftir þá mátti öllum hlutaðeigandi vera ljóst að það myndi fyrst og fremst leggja áherslu á mikla uppbyggingu sem væri eins ódýr og mögulegt væri, án tillits til þess fórnarkostnaðar sem slík stefna hefði í för með sér, meðal annars m.t.t. umhverfissjónarmiða og annarra mikilvægra þátta sem hvorki fyrirtækinu né eftirlitsaðilum með starfsemi þess var falið að taka með í reikninginn. Hvernig slíkt getur talist líkleg leið til sátta um uppbyggingu þjóðhagslega mikilvægra innviða er spurning sem ekki fékkst svar við þá en er kannski orðið tímabært að svara í dag. Núverandi ríkisstjórn hefur verið dugleg að skipa átakshópa og nefndir til að greina ástandið, orsakir rafmagnstruflana og afleiðingar þess. Það hefur iðulega gerst í kjölfar aftakaveðra eða rafmagnsleysis af völdum þess, t.d.árið 2019 þegar aftakaveður gekk yfir landið með samsvarandi truflunum á raforkuafhendingu og aftur í janúar sl. þegar rafmagn fór af Reykjanesi vegna bilunar í spennistöð. Engum virðist þó hafa dottið í hug að horfa á þá umgjörð sem Alþingi hefur sjálft mótað í kringum málaflokkinn og hlut hins opinbera fyrirtækis Landsnets í þeirri stöðu sem við blasir. Niðurstaða átakshópana er því allt sú sama, að vandamálið sé í grunninn fólkið og fulltrúar þess í sveitarfélögum landsins. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir er að sjálfsögðu bara ein augljós lausn og hún er sú að takmarka enn frekar lýðræðislega aðkomu. Að ganga ennfrekar á skipulagsvald sveitarfélaganna og þar með rétt þeirra til sjálfsstjórnar. Í því frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi um breytingar á skipulagslögum er það kallað að „einfalda leyfisveitingaferla“. Þó það kunni að hljóma sem einhver lausn og til marks um rösklega framgöngu þá losna stjórnvöld hinsvegar ekki frá því að takast á við undirliggjandi vanda í þessu kerfi sem allir virðast nú vera sammála um að hafi hvorki skilað árangri í uppbyggingu raforkukerfis hér á landi né nokkurri sátt um hana. Sé til þess vilji að leggja grunn að betri árangri til framtíðar mun það ekki duga lengur að benda á einstaka sveitarfélög sem hafa reynt að standa vörð um umhverfið, ásýnd landsins og lýðræðislega aðkomu íbúanna að ákvörðunum sem snerta nærumhverfi þeirra og samfélag. Ef stjórnvöldum er alvara með því að vilja gera betur í uppbyggingu raforkukerfisins hér á landi og tryggja grundvöll orkuskipta, aukinnar verðmætasköpunnar og almennar hagsældar, þá er rökrétt að byrja á að skoða hlutina áður en ráðist er í breytingar. Annars kunna þær að leiða til enn lakari árangurs. Í stað hinna klassísku viðbragðsstjórnmála, skipan fleiri átakshópa og skyndilausna, er tímabært að horfa yfir allt sviðið og greina raunverulegar orsakir þeirrar stöðu sem er uppi í þessum málaflokki. Eðlilegt fyrsta skref í kerfi sem byggir á vandaðri ákvarðanatöku væri að fela aðila sem telst óháður framkvæmdavaldinu að gera ítarlega úttekt á umgjörð og framkvæmd uppbyggingar meginflutningskerfis raforku hér á landi. Með því væri stuðlað að því að ákvarðanir um breytingar byggi á hlutlægum og málefnalegum forsendum. Þess vegna hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga skorað á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að falla frá þeim hugmyndum sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi og fela í sér enn frekari skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga og hefja þess í stað undirbúning að heildarúttekt á málaflokknum sem miðar að því greina raunverulegar orsakir þeirra tafa sem orðið hafa á uppbyggingu raforkuinnviða. Verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum þá er hinsvegar jafn víst að það muni, þvert á yfirlýstan tilgang, leiða til aukinna tafa og flóknari stjórnsýslu og þar með enn lakari árangurs í uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi. Birgir Örn Ólafsson formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins VogaBjörn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Eins og raunar var ítrekað bent á við breytingu á raforkulögum árið 2015 og í umfjöllun um þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sem samþykkt var samhliða breytingum á raforkulögum var hið opinbera fyrirtæki Landsnet þá sett í algjöra yfirburðastöðu gagnvart sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum. Voru því falin ríkari völd en nokkur dæmi höfðu áður sést um í hinu opinbera kerfi. Fyrirtækið átti sjálft að móta stefnumarkandi kerfisáætlun án aðkomu kjörinna fulltrúa og meðvituð ákvörðun tekin um að í stað þess fela óháðum úrskurðaraðila það hlutverk að úrskurða í ágreininingsmálum að fela stjórnsýslustofnun það hlutverk að afgreiða stefnumörkun flutningsfyrirtækisins. Það var sömuleiðis meðvituð ákvörðun Alþingis að gera ekki ráð fyrir fullnægjandi málsmeðferð sem leitt gæti til sátta ef ágreiningur kynni að skapast um lagningu háspennulína. Fjölmargir þingmenn og hagsmunaaðilar bentu á að þarna væri verið að hefja vegferð sem seint myndi reynast grundvöllur sátta í samfélaginu. Vegferð sem miðaði að því að víkja úr vegi öllu sem mögulega gæti raskað áformum um áframhaldandi uppbyggingu í þágu tiltekinna hagsmunafla en tæki í engu tillit til umhverfislegra, samfélagslegra og annarra efnahagslegra hagsmuna, þar með talið hagsmuna vaxandi atvinnugreinar ferðaþjónustu sem óumdeilt er að byggði þá og byggir enn tilvist sína á einstakri náttúru Íslands. Líkt og nú voru breytingarnar bornar fram undir yfirskyni bráðavanda sem leysa þurfi hratt og vel. Eins og meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar benti á í umsögn sinni við frumvarpið gengu breytingarnar í þveröfuga átt við löggjafarþróun undangenginna ára að því leyti að í stað aukins samráðs við almenning og hagsmunaaðila við gerð viðamikilla opinberra áætlana og að málum væri beint í sáttafarveg væri um einhliða ákvarðanatöku að ræða. Eins og Katrín Jakobsdóttir þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherra benti á í ræðu sinni var með lögunum ekki aðeins gengið á skipulagsvald sveitarfélaga og þar með stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til sjálfsstjórnar, heldur bæri málatilbúnaðurinn allur vott um skort á lýðræðislegum vinnubrögðum. Á orð Katrínar var ekki hlustað og ekki heldur á alvarlegar athugsemdir sem fjölmörg sveitarfélög og samtök þeirra, Skipulagsstofnun, Landvernd og fleiri aðilar gerðu við sama tilefni. Miðað við umræðuna á Alþingi í dag virðist stemmningin því miður harla lítið hafa breyst. Var meðal annars bent á að í málinu sem varðaði augljóslega fjölbreytta hagsmuni, væri það sett í hendur eins fyrirtækis að leggja mat á ágæti eigin lausna, fyrirtækis sem væri falið yfirburðavald í málaflokknum og því í algjörri lykilstöðu. Miðað við þá forskrift sem Alþingi fól fyrirtækinu að starfa eftir þá mátti öllum hlutaðeigandi vera ljóst að það myndi fyrst og fremst leggja áherslu á mikla uppbyggingu sem væri eins ódýr og mögulegt væri, án tillits til þess fórnarkostnaðar sem slík stefna hefði í för með sér, meðal annars m.t.t. umhverfissjónarmiða og annarra mikilvægra þátta sem hvorki fyrirtækinu né eftirlitsaðilum með starfsemi þess var falið að taka með í reikninginn. Hvernig slíkt getur talist líkleg leið til sátta um uppbyggingu þjóðhagslega mikilvægra innviða er spurning sem ekki fékkst svar við þá en er kannski orðið tímabært að svara í dag. Núverandi ríkisstjórn hefur verið dugleg að skipa átakshópa og nefndir til að greina ástandið, orsakir rafmagnstruflana og afleiðingar þess. Það hefur iðulega gerst í kjölfar aftakaveðra eða rafmagnsleysis af völdum þess, t.d.árið 2019 þegar aftakaveður gekk yfir landið með samsvarandi truflunum á raforkuafhendingu og aftur í janúar sl. þegar rafmagn fór af Reykjanesi vegna bilunar í spennistöð. Engum virðist þó hafa dottið í hug að horfa á þá umgjörð sem Alþingi hefur sjálft mótað í kringum málaflokkinn og hlut hins opinbera fyrirtækis Landsnets í þeirri stöðu sem við blasir. Niðurstaða átakshópana er því allt sú sama, að vandamálið sé í grunninn fólkið og fulltrúar þess í sveitarfélögum landsins. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir er að sjálfsögðu bara ein augljós lausn og hún er sú að takmarka enn frekar lýðræðislega aðkomu. Að ganga ennfrekar á skipulagsvald sveitarfélaganna og þar með rétt þeirra til sjálfsstjórnar. Í því frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi um breytingar á skipulagslögum er það kallað að „einfalda leyfisveitingaferla“. Þó það kunni að hljóma sem einhver lausn og til marks um rösklega framgöngu þá losna stjórnvöld hinsvegar ekki frá því að takast á við undirliggjandi vanda í þessu kerfi sem allir virðast nú vera sammála um að hafi hvorki skilað árangri í uppbyggingu raforkukerfis hér á landi né nokkurri sátt um hana. Sé til þess vilji að leggja grunn að betri árangri til framtíðar mun það ekki duga lengur að benda á einstaka sveitarfélög sem hafa reynt að standa vörð um umhverfið, ásýnd landsins og lýðræðislega aðkomu íbúanna að ákvörðunum sem snerta nærumhverfi þeirra og samfélag. Ef stjórnvöldum er alvara með því að vilja gera betur í uppbyggingu raforkukerfisins hér á landi og tryggja grundvöll orkuskipta, aukinnar verðmætasköpunnar og almennar hagsældar, þá er rökrétt að byrja á að skoða hlutina áður en ráðist er í breytingar. Annars kunna þær að leiða til enn lakari árangurs. Í stað hinna klassísku viðbragðsstjórnmála, skipan fleiri átakshópa og skyndilausna, er tímabært að horfa yfir allt sviðið og greina raunverulegar orsakir þeirrar stöðu sem er uppi í þessum málaflokki. Eðlilegt fyrsta skref í kerfi sem byggir á vandaðri ákvarðanatöku væri að fela aðila sem telst óháður framkvæmdavaldinu að gera ítarlega úttekt á umgjörð og framkvæmd uppbyggingar meginflutningskerfis raforku hér á landi. Með því væri stuðlað að því að ákvarðanir um breytingar byggi á hlutlægum og málefnalegum forsendum. Þess vegna hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga skorað á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að falla frá þeim hugmyndum sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi og fela í sér enn frekari skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga og hefja þess í stað undirbúning að heildarúttekt á málaflokknum sem miðar að því greina raunverulegar orsakir þeirra tafa sem orðið hafa á uppbyggingu raforkuinnviða. Verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum þá er hinsvegar jafn víst að það muni, þvert á yfirlýstan tilgang, leiða til aukinna tafa og flóknari stjórnsýslu og þar með enn lakari árangurs í uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi. Birgir Örn Ólafsson formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins VogaBjörn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar