„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 20:53 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum eftir að Valur féll úr leik í Evrópudeildinni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. „Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ Sjá meira