Körfubolti

„Ég var skeið og þeir voru að nota mig eins og gaffal“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Beverley reyndi að gera lítið úr LeBron James í leiknum eftir að hann skoraði: Að LeBron væri of lítill til að stoppa hann. Beverley hafði harma að hefna eftir að hafa verið skipti frá Lakers.
Patrick Beverley reyndi að gera lítið úr LeBron James í leiknum eftir að hann skoraði: Að LeBron væri of lítill til að stoppa hann. Beverley hafði harma að hefna eftir að hafa verið skipti frá Lakers. Getty/Kevork Djansezian

Patrick Beverley var „fórnað“ þegar Los Angeles Lakers endurskipulagði liðið sitt á miðju tímabili í NBA-deildinni.

Lakers skipti hinum málglaða og öfluga varnarmanni frá sér í skiptum fyrir leikmenn sem félagið taldi henta liðinu betur. Hann fór fyrst til Orlando Magic en komst þar að samkomulagi um starfslok.

Beverley endaði hjá liði Chicago Bulls og fagnaði sigri á Lakers í fyrsta leiknum gegn þeim eftir skiptin.

Beverley var mjög hávær í leiknum og reyndi líka að gera grín að LeBron James í leiknum þar sem Chicago Bulls vann frekar örugglega.

LeBron var að spila sinn fyrsta leik eftir þrettán leikja fjarveru vegna meiðsla.

Hinn 34 ára gamli Beverley endaði leikinn með 10 stig og 5 stoðsendingar. Hann fær annað tækifæri til að mæta Lakers liðinu annað kvöld.

Eftir leikinn var Beverley líka yfirlýsingaglaður að vanda. Hann segir að Lakers liðið hafi ekki verið að nota sig rétt.

„Ég var skeið og þeir voru að nota mig eins og gaffal,“ lét Patrick Beverley hafa eftir sér. Hann segir að Billy Donovan sé að nota hann rétt hjá Chicago Bulls.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×