Körfubolti

Durant svarar gagnrýni um að vera hörundsár með því að vera hörundsár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant er leikmaður Phoenix Suns í dag en er mikið meiddur og missir af mörgum leikjum.
Kevin Durant er leikmaður Phoenix Suns í dag en er mikið meiddur og missir af mörgum leikjum. Getty/Quinn Harris

Körfuboltastjarnan Kevin Durant er manna duglegastur að svara fyrir sig á samfélagsmiðlum af þessum helstu stórstjörnum NBA körfuboltans.

Margir telja hann vera full viðkvæman þegar kemur að einhvers konar gagnrýni en það er nánast hægt að bóka það að hann fylgist vel með og tjáir sig um flest sem kemur að honum sjálfum.

Einn sem er fyrir löngu dottinn út af jólakortalistanum hjá KD er NBA-goðsögnin Sir Charles Barkley.

Barkley er auðvitað með muninn fyrir neðan nefið og er gríðarlega vinsæll körfuboltasérfræðingur.

Barkley er líka mjög duglegur að gagnrýna ákvarðanir Kevin Durant og nýjustu athugasemdina kom hann með í þættinum 60 minutes.

„Hann er mjög viðkvæmur. Frábær leikmaður. Hann er hluti af þeirri kynslóð sem telur að það að þeir séu yfir gagnrýni hafnir. Hann hefur aldrei horft í spegil og hugsað: Var þetta sanngjörn gagnrýni,“ sagði Charles Bakley í viðtali við Jon Weetheim í 60 Minutes.

Það stóð heldur ekki á viðbrögðum frá Durant.

„Er þetta ekki að verða þreytt Chuck? Ég mun aldrei bera virðingu fyrir neinu orði sem kemur út úr þínum munni. Reyndu að sætta þig við það,“ skrifaði Kevin Durant á Twitter.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.