Leggjum niður hugvísindi! Geir Sigurðsson skrifar 27. mars 2023 09:01 Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? Eru ekki nægilega margir að skrifa og meta skáldsögur fyrir jólabókaflóðið? Hvað er á heimspeki að græða? Hvert er framlag hennar til þjóðarbúsins? Höfum við meira milli handanna fyrir tilstilli málvísinda? Og til hvers þarf að bjóða upp á háskólanám í tungumálum öðrum en ensku – og hugsanlega íslensku, þótt það virðist nú dýru verði keypt fyrst íslenskan er hvort sem er á undanhaldi? Er ekki nægilegt að geta haft skiljanleg samskipti á íslensku á þeim vettvangi sem höfuðmáli skiptir, vettvangi einkaneyslunnar, þ.e. í verslunum og á veitingahúsum? Ísland er lítið land og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vænka hag þjóðarbúsins. Væri þá ekki nær að leggja hugvísindi niður til að stúdentar leggðu fremur stund á nám í hagnýtum og arðbærum greinum á borð við lögfræði, viðskiptafræði og tæknigreinum? Það blasir við að vel heppnað og straumlínulagað samfélag þarf ekki á „sérfræðingum“ að halda sem þykjast vita meira en aðrir um menningu annarra þjóða, siðfræðilegan grundvöll samfélagslegrar orðræðu, merkingu bókmennta og kvikmynda, sögulegar forsendur samtímans og gagnrýna hugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki nóg að hafa Google, Wikipediu og ChatGTP til að skera úr um hvers kyns álitamál sem heyra þessum sviðum til? Ísland ætti að vera fyrst þjóða til að leggja þessar greinar niður – og kannski er það einmitt að eiga sér stað um þessar mundir. Í sjálfu sér er það einfalt mál, enda einskorðast þær að mestu við einn háskóla. Um leið væri hægt um vik að stytta framhaldsskólann í tvö ár. Og grunnskólann um nokkur til viðbótar. Hagræðingin væri gríðarleg. Þarna mætti spara tugi milljarða, fækka í leiðinni bókasöfnum og auðvitað skjalasöfnum, auk þess sem fólk væri jafnvel komið út á vinnumarkaðinn um sextán ára aldur og strax tekið til við að stuðla að hagvexti landsins. Ekki þyrfti lengur að flytja inn vinnuafl fyrir ferðaþjónustuna. Tökum svo stöðuna eftir fimm ár og sjáum þá hvort nokkuð hafi breyst til hins verra. Mun ekki koma í ljós að flestir verða alsælir í sínum arðbæru störfum sem leggja svo mikið til þjóðarbúsins? Hægt væri að lækka skatta niður í 10% svo fólk hefði meira milli handanna og geti keypt sér fleiri hluti. Í ljósi þeirrar reynslu mætti halda áfram á sömu leið, draga úr eða leggja niður menntunarfræði, því engin þörf verður fyrir jafn marga kennara og alls ekki í mörgum greinum. Áherslan gæti færst yfir á fjármálalæsi og STEAM greinar – þótt þar þyrfti auðvitað að vanda mjög til verka og tryggja að listsköpunarþátturinn yrði hagnýtur og einskorðaðist við sköpun verka sem stuðla að hagvexti. Jafnvel væri ráðrúm til að spandera einkaskrifstofum á þá fáu kennara sem eftir væru í menntunarfræðum. Svo mætti snúa sér að hagræðingum í félagsvísindum, a.m.k. þeim sem leggja ekkert markvert til þjóðarbúsins. Sú ákvörðun að leggja niður hugvísindi væri þannig fyrsta stóra skrefið í því að gera samfélagið mun einfaldara, þægilegra og ekki síst arðbærra. Ef svo ólíklega vildi til að endilega væri þörf á einhverjum sérfræðingum í mannsmynd á sviði hugvísinda endrum og eins mætti hæglega kaupa þá þjónustu erlendis frá, enda ættum við þá nóg fjármagn fyrir slíkum lúxus. Hér með skora ég á ráðamenn landsins að velta alvarlega fyrir sér þessum kosti og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann gæti haft fyrir uppbyggingu blómlegs mannlífs í þeirri framtíðarparadís sem Ísland gæti þá loksins orðið. Höfundur er forseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Sjá meira
Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? Eru ekki nægilega margir að skrifa og meta skáldsögur fyrir jólabókaflóðið? Hvað er á heimspeki að græða? Hvert er framlag hennar til þjóðarbúsins? Höfum við meira milli handanna fyrir tilstilli málvísinda? Og til hvers þarf að bjóða upp á háskólanám í tungumálum öðrum en ensku – og hugsanlega íslensku, þótt það virðist nú dýru verði keypt fyrst íslenskan er hvort sem er á undanhaldi? Er ekki nægilegt að geta haft skiljanleg samskipti á íslensku á þeim vettvangi sem höfuðmáli skiptir, vettvangi einkaneyslunnar, þ.e. í verslunum og á veitingahúsum? Ísland er lítið land og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vænka hag þjóðarbúsins. Væri þá ekki nær að leggja hugvísindi niður til að stúdentar leggðu fremur stund á nám í hagnýtum og arðbærum greinum á borð við lögfræði, viðskiptafræði og tæknigreinum? Það blasir við að vel heppnað og straumlínulagað samfélag þarf ekki á „sérfræðingum“ að halda sem þykjast vita meira en aðrir um menningu annarra þjóða, siðfræðilegan grundvöll samfélagslegrar orðræðu, merkingu bókmennta og kvikmynda, sögulegar forsendur samtímans og gagnrýna hugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki nóg að hafa Google, Wikipediu og ChatGTP til að skera úr um hvers kyns álitamál sem heyra þessum sviðum til? Ísland ætti að vera fyrst þjóða til að leggja þessar greinar niður – og kannski er það einmitt að eiga sér stað um þessar mundir. Í sjálfu sér er það einfalt mál, enda einskorðast þær að mestu við einn háskóla. Um leið væri hægt um vik að stytta framhaldsskólann í tvö ár. Og grunnskólann um nokkur til viðbótar. Hagræðingin væri gríðarleg. Þarna mætti spara tugi milljarða, fækka í leiðinni bókasöfnum og auðvitað skjalasöfnum, auk þess sem fólk væri jafnvel komið út á vinnumarkaðinn um sextán ára aldur og strax tekið til við að stuðla að hagvexti landsins. Ekki þyrfti lengur að flytja inn vinnuafl fyrir ferðaþjónustuna. Tökum svo stöðuna eftir fimm ár og sjáum þá hvort nokkuð hafi breyst til hins verra. Mun ekki koma í ljós að flestir verða alsælir í sínum arðbæru störfum sem leggja svo mikið til þjóðarbúsins? Hægt væri að lækka skatta niður í 10% svo fólk hefði meira milli handanna og geti keypt sér fleiri hluti. Í ljósi þeirrar reynslu mætti halda áfram á sömu leið, draga úr eða leggja niður menntunarfræði, því engin þörf verður fyrir jafn marga kennara og alls ekki í mörgum greinum. Áherslan gæti færst yfir á fjármálalæsi og STEAM greinar – þótt þar þyrfti auðvitað að vanda mjög til verka og tryggja að listsköpunarþátturinn yrði hagnýtur og einskorðaðist við sköpun verka sem stuðla að hagvexti. Jafnvel væri ráðrúm til að spandera einkaskrifstofum á þá fáu kennara sem eftir væru í menntunarfræðum. Svo mætti snúa sér að hagræðingum í félagsvísindum, a.m.k. þeim sem leggja ekkert markvert til þjóðarbúsins. Sú ákvörðun að leggja niður hugvísindi væri þannig fyrsta stóra skrefið í því að gera samfélagið mun einfaldara, þægilegra og ekki síst arðbærra. Ef svo ólíklega vildi til að endilega væri þörf á einhverjum sérfræðingum í mannsmynd á sviði hugvísinda endrum og eins mætti hæglega kaupa þá þjónustu erlendis frá, enda ættum við þá nóg fjármagn fyrir slíkum lúxus. Hér með skora ég á ráðamenn landsins að velta alvarlega fyrir sér þessum kosti og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann gæti haft fyrir uppbyggingu blómlegs mannlífs í þeirri framtíðarparadís sem Ísland gæti þá loksins orðið. Höfundur er forseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar