Denver Nuggets vann Milwaukee Bucks í toppslag NBA-deildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 09:31 Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo berjast um boltann í nótt. Vísir/Getty Nikola Jokic skoraði 31 stig fyrir Denver sem vann Milwaukee Bucks í toppslag í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns batt enda á þriggja leikja taphrinu. Denver Nuggets og Milwaukee Bucks mættust í toppslag NBA-deildarinnar í nótt en liðin eru í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar. Í liðunum eru tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo og þeir fóru fyrir sínum liðum í leiknum. JEFF GREEN POSTER OH MY GOODNESS.Watch live on NBA TV : https://t.co/WjxYAo0Ivs pic.twitter.com/JR7cAvF7gz— NBA (@NBA) March 26, 2023 Jokic og Antetokounmpo skoruðu báðir 31 stig í nokkuð örggum sigri Nuggets á heimavelli sínum, lokatölur 129-106. Denver leiddi með ellefu stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta misstu leikmenn Bucks kúlið. Bobby Porter jr. fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Jokic og tæknivillu strax í kjölfarið. Skömmu síðar fékk Brook Lopes tæknivillu á bekknum og Giannis síðan þriðju tæknivillu Bucks í leikhlutanum stuttu seinna. Nuggets vann leikhlutann 34-19 og var með leikinn í hendi sér eftir það. Jeff Green, leikmaður Nuggets, átti svakalega troðslu í leiknum þar sem hann tróð yfir Giannis Antetokounmpo, eitthvað sem er ekki allra færi. Giannis og Jokic skoruðu eins og áður segir 31 stig hvor í leiknum og Jamal Murray bætti 26 stigum við fyrir Nuggets. 17 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/ST3QeOa175— NBA (@NBA) March 26, 2023 Phoenix batt enda á þriggja leikja taphrinu með 125-105 heimasigri á Philadelphia 76´ers. Devin Booker fór fyrir liði Suns og skoraði 29 stig en Tyrese Maxey átti stórleik fyrir lið 76´ers og skoraði 37 stig. Joel Embiid var með 28 stig og 10 fráköst fyrir gestina. Önnur úrslit í nótt: Atlanta Hawks - Indiana Pacers 143-130Miami Heat - Brooklyn Nets 100-129Sacramento Kings - Utah Jazz 121-113Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 110-131 NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Denver Nuggets og Milwaukee Bucks mættust í toppslag NBA-deildarinnar í nótt en liðin eru í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar. Í liðunum eru tvær af skærustu stjörnum deildarinnar, Nikola Jokic og Giannis Antetokounmpo og þeir fóru fyrir sínum liðum í leiknum. JEFF GREEN POSTER OH MY GOODNESS.Watch live on NBA TV : https://t.co/WjxYAo0Ivs pic.twitter.com/JR7cAvF7gz— NBA (@NBA) March 26, 2023 Jokic og Antetokounmpo skoruðu báðir 31 stig í nokkuð örggum sigri Nuggets á heimavelli sínum, lokatölur 129-106. Denver leiddi með ellefu stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta misstu leikmenn Bucks kúlið. Bobby Porter jr. fékk dæmda á sig villu fyrir brot á Jokic og tæknivillu strax í kjölfarið. Skömmu síðar fékk Brook Lopes tæknivillu á bekknum og Giannis síðan þriðju tæknivillu Bucks í leikhlutanum stuttu seinna. Nuggets vann leikhlutann 34-19 og var með leikinn í hendi sér eftir það. Jeff Green, leikmaður Nuggets, átti svakalega troðslu í leiknum þar sem hann tróð yfir Giannis Antetokounmpo, eitthvað sem er ekki allra færi. Giannis og Jokic skoruðu eins og áður segir 31 stig hvor í leiknum og Jamal Murray bætti 26 stigum við fyrir Nuggets. 17 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/ST3QeOa175— NBA (@NBA) March 26, 2023 Phoenix batt enda á þriggja leikja taphrinu með 125-105 heimasigri á Philadelphia 76´ers. Devin Booker fór fyrir liði Suns og skoraði 29 stig en Tyrese Maxey átti stórleik fyrir lið 76´ers og skoraði 37 stig. Joel Embiid var með 28 stig og 10 fráköst fyrir gestina. Önnur úrslit í nótt: Atlanta Hawks - Indiana Pacers 143-130Miami Heat - Brooklyn Nets 100-129Sacramento Kings - Utah Jazz 121-113Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 110-131
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira