Körfubolti

Þórsarar framlengja við Lárus og tvo lykilmenn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lárus Jónsson verður þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn næstu þrjú árin..
Lárus Jónsson verður þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn næstu þrjú árin.. Vísir / Hulda Margrét

Lárus Jónsson verður þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn næstu þrjú árin en Þórsarar greindu frá þessu nú í morgun. Þá voru samningar við tvo lykilmenn framlengdir.

Lárus hefur verið þjálfari Þórsara síðan árið 2020 en hann gerði liðið eftirminnilega að Íslandsmeisturum vorið 2021. Yfirstandandi tímabil hefur verið brokkgengi því liðið byrjaði hræðilega en eftir breytingar á leikmannahópnum hefur gengið farið hratt upp á við og eru ýmsir sem telja liðið líklegt til afreka í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor.

Nú í morgun greindu Þórsarar frá því að Lárus hefði skrifað undir samning um þjálfun liðsins næstu þrjú árin. Einnig var sagt frá því að samningar við lykilmennina Davíð Arnar Ágústsson og Emil Karel Einarsson hefði verið framlengdir en þeir eru uppaldir Þórsarar og hluti af þeim íslenska kjarna sem leikið hefur lykihlutverk hjá Þór undanfarin tímabil.

Bæði Davíð Arnar og Emil Karel skrifa undir til næstu tveggja ára.

Þór er sem stendur í sjöunda sæti Subway-deildarinnar en á leik við Grindavík í síðustu umferð deildarkeppninnar þar sem barist verður um hvort liðið endar í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×