Risaleikur Embiid dugði ekki til gegn Curry og félögum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:00 Steph Curry og félagar unnu góðan sigur í nótt. Vísir/Getty Fjörtíu og sex stig frá Joel Embiid dugðu skammt þegar Golden State Warriors vann góðan sigur á Philadelphia 76´ers í NBA-deildinni í nótt. Þá vann Lakers mikivægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127 NBA Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
NBA Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira