Lið Rinköbing var fyrir leikinn í 10. sæti deildarinnar en í gær var tilkynnt að Elín Jóna myndi yfirgefa liðið eftir tímabilið og ganga til liðs við lið Álaborgar.
Andstæðingur Rinköbing í kvöld var Ikast en liðið var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og því ljóst að um erfiðan leik var um að ræða hjá Rinköbing.
Það kom líka á daginn. Ikast leiddi 14-10 eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari setti liðið í næsta gír. Ikast náði fljótlega átta marka forskoti og munurinn varð mestur tólf mörk.
Lokatölur 32-21 og öruggur sigur Ikast staðreynd.
Elín Jóna varði fimm skot í marki Ringköbin í kvöld en hún var með yfir 50% markvörslu eftir að hafa komið inn í síðari hálfleiknum.