„Við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni“ Atli Arason skrifar 19. mars 2023 21:30 Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Diego. Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var bæði ánægð og svekkt eftir 18 stiga tap gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. „Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
„Ég er svekkt með margt en ánægð með eitthvað,“ sagði Kristjana í viðtali við Vísi eftir leik. „Við hættum ekki að berjast, við vorum að gera ákveðnar varnarfærslur vel og þegar við hlupum kerfin okkar rétt þá gekk það upp. Við vorum hins vegar að gefa þeim [Haukum] allt of mikið af opnum skotum og ég er minnst ánægð með það og orkuna sem við spiluðum með varnarlega á löngum köflum,“ svaraði Kristjana, aðspurð út í hvaða atriði hún væri ánægð með. Brittany Dinkins dróg vagninn í stigaskorun fyrir Fjölni í kvöld en Kristjana vill beina athyglinni að ungu stelpunum í liði Fjölnis en hún telur þær hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á tímabilinu. „Ég er spurð út í Dinkins eftir hvern einasta leik. Svarið mitt breytist ekki neitt, það er gífurlegur munur að hafa hana í liðinu. Það sem mér finnst hins vegar verið minnst talað um í vetur eru ungu stelpurnar hjá okkur. Við erum með þrjá atvinnumenn og svo erum við með Shönnu [Dacanay] sem er eldri. Síðan eru allar hinar í 12. flokki eða yngri. Mér finnst eins og við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni miðað við það. Við erum með Heiði [Karlsdóttur] sem er búin að vera frábær í síðustu leikjum, Stefanía [Hansen] er ekki hérna í kvöld en hún er búin að vera að stíga upp og svo er Bergdís [Anna Magnúsdóttir] búin að vera að koma inn með þvílíkan kraft. Þetta eru allt stelpur sem eru nýorðnar 18 ára.“ „Það er ekki oft sem lið eru að byggja svona mikið upp á varamönnum. Heiða [Ella Ásmundsdóttir] er 16 ára, hún er ekki einu sinni komin með æfingarakstur. Hún er að spila fullt af mínútum í dag og búinn að spila fullt af mínútum í vetur. Mér finnst þær vera búnar að fá ósanngjarna gagnrýni. Ég veit að Keflavík gerði þetta fyrir einhverjum árum en þegar Keflavík gerði þetta þá voru þær stelpur allar einum til tveim árum eldri heldur en þessar stelpur [í Fjölni] eru núna. Það sem hefur farið mest í mig er að ungu stelpurnar í Fjölni eru ekki að fá það kredit sem þær eiga skilið,“ sagði Kristjana Næsti leikur Fjölnis er á heimavelli gegn Val á miðvikudaginn. Kristjana telur sína stelpur vera vel undirbúnar fyrir þá viðureign. „Það sem við getum tekið jákvætt úr þessum leik er að við héldum áfram að berjast. Urté hélt áfram að skjóta og hún fór að hitta í lokin, sem er mjög gott. Það hefur svolítið háð henni að ef hún byrjar illa þá verður hún allt of pirruð en hún gerði það ekki í kvöld.“ „Við héldum áfram að berjast og það er það sem við ætlum að taka með okkur í næsta leik. Við ætlum samt frekar að byggja á fjórða leikhluta gegn Val úr síðasta leik, frekar en að byggja ofan á eitthvað frá þessum leik [gegn Haukum]. Það er ekki nema mánuður síðan við spiluðum á móti Val síðast, þannig við eigum að vera vel undirbúnar fyrir það verkefni,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fjölnir 90-74 | Heimakonur ekki í vandræðum Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Leik lauk með 16 stiga sigri Hauka sem eru áfram í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. mars 2023 20:15