„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2023 19:04 Sigurður Bragason mun hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn ÍBV og Vals. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23
ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00
Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn