ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 11:30 Sigurður Bragason missir af næstu tveimur leikjum ÍBV vegna bannsins. Vísir/Diego Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira