Körfubolti

Topp­liðið þarf að sigra Vals­grýluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Keflavíkur þegar þeir sjá Valsgrýluna mæta.
Leikmenn Keflavíkur þegar þeir sjá Valsgrýluna mæta. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.

Keflavík byrjaði tímabilið af ógnarkrafti og vann fyrstu tíu leiki sína í deildinni. Það er þangað til Valur mætti til Keflavíkur og vann níu stiga sigur, lokatölur 75-84. Toppliðið vann í kjölfarið sex leiki í röð, eða þangað til það mætti á Hlíðarenda. Þar vann Valur leik liðanna með sjö stiga mun, 81-74.

Keflavík vann næstu fimm leiki sína en tapaði í síðustu umferð fyrir nágrönnum sínum í Njarðvík í hörkuleik. Hvort það tap – og sú staðreynd að liðið hafi ekki unnið Val á leiktíðinni – sé að angra leikmenn kemur í ljós í kvöld.

Ætli toppliðið sér að halda velli á toppi Subway-deldar kvenna verður það að vinna brjóta Valsgrýluna á bak og burt í kvöld þar sem það munar aðeins einum sinum sigri [eða tveimur stigum] á liðunum í töflunni.

Fari svo að Valur vinni þriðja sigurinn á Keflavík í kvöld þá tekur það toppsætið sem og það fær sálfræðilegt forskot fari svo að þessi lið mætist í úrslitarimmunni sjálfri síðar á þessu ári.

Toppslagur Subway-deildar kvenna milli Keflavíkur og Vals hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×