„Finnur vill að ég skjóti“ Atli Arason skrifar 10. mars 2023 23:30 Kristófer Acox er leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. „Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40