„Byrjuðum ekki nægilega vel“ Hinrik Wöhler skrifar 10. mars 2023 20:05 Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Eyjakonur sigruðu Hauka með sjö mörkum, 30-23, í Olís-deild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Díana Guðjónsdóttir, sem er nýtekin við aðalþjálfarastöðunni eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum, var svekkt með tapið en leit þó björtum augum á framhaldið. „Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30