Er reiðhjólið klárt? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. mars 2023 08:01 Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori. Nú taka ungir sem aldnir aftur fram reiðhjólin, rafmagnshjólin og hlaupahjólin sem margir hafa mögulega lagt yfir háveturinn. Æ fleiri harðjaxlar hjóla þó í öllum veðrum. En að ýmsu er að huga þegar reiðskjótarnir eru dregnir aftur fram í dagsljósið. Viðhald og yfirferð Mikilvægt er að fara vel yfir reiðhjólið áður en haldið er af stað í hjólatúr. Skoða þarf gíra, bremsur, keðjur, dekk, pedala, drifbúnað, hnakk og fleira. Ef hjólið gefur frá sér undarleg hljóð þegar hjólað er (eins og ískur, brak eða högghljóð) þá getur það verið vísbending um að eitthvað þurfi að laga, smyrja eða hreinsa. Ef þið eruð ekki viss um hvort búnaðurinn sé í lagi er best að fara með hjólið á næsta hjólaverkstæði og láta fara yfir gripinn. Nauðsynlegt er að skoða reglulega hvort hjól barna passi þeim enn þá því hjól af rangri stærð getur valdið þeim óþægindum og álagi á liði. Þau ráða líka betur við hjól af passlegri stærð sem á svo sem líka við um fullorðna. Á vef Samgöngustofu má finna lista yfir skyldubúnað reiðhjóla í umferð. Pössum upp á toppstykkið Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um að hjólahjálmurinn sé í lagi, skoða yfirborð og festingar og athuga hvort það sé nokkuð sprunga í yfirborðinu. Framleiðendum reiðhjólahjálma ber að tilgreina endingu hjálms í notendaleiðbeiningum og framleiðsludagur kemur fram á límmiða innan í hjálminum. Ekki er gott að vera með gamlan hjálm þar sem það dregur úr öryggi og gagnsemi hjálmsins. Oft er miðað við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm þar sem hann er mikilvægur öryggisbúnaður og höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkarnir. Hjólandi vegfarendur þurfa einnig að gæta þess að vera vel sýnilegir og hjólið þarf að vera sýnilegt bæði að framan og aftan. Undan vetri Við þekkjum það vel að vorið á Íslandi lætur stundum bíða eftir sér og veðrið hér er umhleypingasamt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands nær vorið á Íslandi frá apríl til maí en mars er oft einn af köldustu mánuðum ársins. Við þurfum því að fara varlega þar sem hálka getur enn leynst á köflum og þegar snjóa leysir er oft mikill sandur og möl á gangstéttum og göngustígum eftir veturinn. Hvernig má koma í veg fyrir þjófnað? Reiðhjólum er stolið allt árið um kring en þjófnuðum fjölgar á vorin og fram á haust. Mikilvægt er að læsa ávallt hjólinu við fastan hlut og helst að geyma það inni yfir nóttina. Best er að kaupa U laga lás eða keðjulás sem erfiðara er að ná í sundur og hér skiptir máli að velja góðan og gerðarlegan lás. Einnig er hægt að fá lása með dekkjalási sem læsir bæði reiðhjólagrindinni og dekkinu við standinn. Ef einungis dekkinu er læst við reiðhjólastand er auðvelt að losa dekkið og ná þannig hjólinu burt. Því skiptir miklu máli að læsa bæði reiðhjólagrind og dekki við standinn. Hægt er að skrá hjólin sín hjá Reiðhjólaskrá og merkja þau. Skráningin kostar ekkert en greitt er fyrir merkimiða. Með skráningu hjólsins má auðvelda leit og skil á stolnum hjólum. Reiðhjól eru ökutæki Reiðhjól hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar og eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki. Í grundvallaratriðum gilda því sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri samkvæmt umferðarlögum. Þótt nota megi reiðhjól á gangstéttum og göngustígum njóta þau ekki sömu réttinda þar. Þar á hjólreiðamaður að víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitssemi. Á vef Samgöngustofu segir þó að allir vegfarendur á stígum og gangstéttum ættu að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Þar sem merkingar aðgreina hluta stígsins fyrir gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar er farsælast að virða þær merkingar. Gott er að muna eftir bjöllunni og láta gangandi vita af sér þegar hjólað er framhjá. Tillitssemi í umferðinni Umferðin er fjölbreyttari en áður þar sem nú eru auk gangandi og akandi margir hjólandi eða á rafskútum og rafhjólum ýmiss konar. Fólk á öllum aldri notar þessi farartæki. Það tekur tíma að skapa örugga innviði fyrir fjölbreytta umferð og nauðsynlegt er að allir fari varlega og sýni tillitssemi. Umferðin er samstarfsverkefni og gengur ekki upp nema allir leggi sitt af mörkum. Óvarðir vegfarendur mega sín lítils í árekstri við þung farartæki. Því er gríðarlega mikilvægt að virða hámarkshraða, hafa hugann við aksturinn og fara varlega í umferðinni. Við eigum öll að geta ferðast um í sátt og samlyndi. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Hjólreiðar Slysavarnir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori. Nú taka ungir sem aldnir aftur fram reiðhjólin, rafmagnshjólin og hlaupahjólin sem margir hafa mögulega lagt yfir háveturinn. Æ fleiri harðjaxlar hjóla þó í öllum veðrum. En að ýmsu er að huga þegar reiðskjótarnir eru dregnir aftur fram í dagsljósið. Viðhald og yfirferð Mikilvægt er að fara vel yfir reiðhjólið áður en haldið er af stað í hjólatúr. Skoða þarf gíra, bremsur, keðjur, dekk, pedala, drifbúnað, hnakk og fleira. Ef hjólið gefur frá sér undarleg hljóð þegar hjólað er (eins og ískur, brak eða högghljóð) þá getur það verið vísbending um að eitthvað þurfi að laga, smyrja eða hreinsa. Ef þið eruð ekki viss um hvort búnaðurinn sé í lagi er best að fara með hjólið á næsta hjólaverkstæði og láta fara yfir gripinn. Nauðsynlegt er að skoða reglulega hvort hjól barna passi þeim enn þá því hjól af rangri stærð getur valdið þeim óþægindum og álagi á liði. Þau ráða líka betur við hjól af passlegri stærð sem á svo sem líka við um fullorðna. Á vef Samgöngustofu má finna lista yfir skyldubúnað reiðhjóla í umferð. Pössum upp á toppstykkið Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um að hjólahjálmurinn sé í lagi, skoða yfirborð og festingar og athuga hvort það sé nokkuð sprunga í yfirborðinu. Framleiðendum reiðhjólahjálma ber að tilgreina endingu hjálms í notendaleiðbeiningum og framleiðsludagur kemur fram á límmiða innan í hjálminum. Ekki er gott að vera með gamlan hjálm þar sem það dregur úr öryggi og gagnsemi hjálmsins. Oft er miðað við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm þar sem hann er mikilvægur öryggisbúnaður og höfuðáverkar eru alvarlegustu áverkarnir. Hjólandi vegfarendur þurfa einnig að gæta þess að vera vel sýnilegir og hjólið þarf að vera sýnilegt bæði að framan og aftan. Undan vetri Við þekkjum það vel að vorið á Íslandi lætur stundum bíða eftir sér og veðrið hér er umhleypingasamt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands nær vorið á Íslandi frá apríl til maí en mars er oft einn af köldustu mánuðum ársins. Við þurfum því að fara varlega þar sem hálka getur enn leynst á köflum og þegar snjóa leysir er oft mikill sandur og möl á gangstéttum og göngustígum eftir veturinn. Hvernig má koma í veg fyrir þjófnað? Reiðhjólum er stolið allt árið um kring en þjófnuðum fjölgar á vorin og fram á haust. Mikilvægt er að læsa ávallt hjólinu við fastan hlut og helst að geyma það inni yfir nóttina. Best er að kaupa U laga lás eða keðjulás sem erfiðara er að ná í sundur og hér skiptir máli að velja góðan og gerðarlegan lás. Einnig er hægt að fá lása með dekkjalási sem læsir bæði reiðhjólagrindinni og dekkinu við standinn. Ef einungis dekkinu er læst við reiðhjólastand er auðvelt að losa dekkið og ná þannig hjólinu burt. Því skiptir miklu máli að læsa bæði reiðhjólagrind og dekki við standinn. Hægt er að skrá hjólin sín hjá Reiðhjólaskrá og merkja þau. Skráningin kostar ekkert en greitt er fyrir merkimiða. Með skráningu hjólsins má auðvelda leit og skil á stolnum hjólum. Reiðhjól eru ökutæki Reiðhjól hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar og eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki. Í grundvallaratriðum gilda því sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri samkvæmt umferðarlögum. Þótt nota megi reiðhjól á gangstéttum og göngustígum njóta þau ekki sömu réttinda þar. Þar á hjólreiðamaður að víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitssemi. Á vef Samgöngustofu segir þó að allir vegfarendur á stígum og gangstéttum ættu að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Þar sem merkingar aðgreina hluta stígsins fyrir gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar er farsælast að virða þær merkingar. Gott er að muna eftir bjöllunni og láta gangandi vita af sér þegar hjólað er framhjá. Tillitssemi í umferðinni Umferðin er fjölbreyttari en áður þar sem nú eru auk gangandi og akandi margir hjólandi eða á rafskútum og rafhjólum ýmiss konar. Fólk á öllum aldri notar þessi farartæki. Það tekur tíma að skapa örugga innviði fyrir fjölbreytta umferð og nauðsynlegt er að allir fari varlega og sýni tillitssemi. Umferðin er samstarfsverkefni og gengur ekki upp nema allir leggi sitt af mörkum. Óvarðir vegfarendur mega sín lítils í árekstri við þung farartæki. Því er gríðarlega mikilvægt að virða hámarkshraða, hafa hugann við aksturinn og fara varlega í umferðinni. Við eigum öll að geta ferðast um í sátt og samlyndi. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar