Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Arnar Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar