Er glasið hálf tómt eða hálf fullt? Arnar Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Líklega er starf dómsdagsspámanna það vanþakklátasta sem til er. Ekki nóg með að slíkir hafi rangt fyrir sér á hverjum degi heldur verður engin til staðar til að þakka fyrir bölsýnina þegar dómsdagur loks rennur upp. Bindindismönnum má skipta upp í tvo hópa, þá sem eru bindindismenn fyrir sig sjálfa og svo þá sem eru bindindismenn fyrir aðra. Síðarnefndi hópurinn samanstendur oft af fólki sem telur sig þess umkomið að stýra öðrum af því að það gat ekki séð sjálfum sér forráð. Þó svo að allir þeir, sem hér á landi hafa orðið áfengisfíkninni að bráð, hafi einmitt fetað glapstiguna undir forsjá hins opinbera, telja sumir að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að selja áfengi. Sömu aðilar amast svo út í frjálsa netverslun sem tryggir neytendum lægra verð, betri þjónustu og betra úrval. Engu skiptir þó að eitt af hverjum fimm ungmennum sem reyni að versla áfengi í hinum rómuðu einokunarverslunum sleppi í gegn án þess að vera spurð um skilríki — og eru þá ekki meðtaldir þeir sem sleppa með því að sýna fölsuð skilríki. Netverslunin gefur hins vegar ekkert slíkt færi, því allir kaupendur verða að auðkenna sig rafrænt. Fyrir þessi afrek fékk einokunarverslunin titilinn „fyrirmyndarstofnun“ þó ekki frá viðskiptavinum sem nú geta leitað annað heldur en til hins opinbera. En hvernig skyldi svo hafa til tekist eftir að netverslun ruddi sér til rúms og hlutdeild hinnar dýrkeyptu einokunarverslunar féll? Nýlega kom út Talnabrunnur Landlæknisembættisins þar sem fram kemur að heimur batnandi fer þrátt fyrir valfrelsið: „Árið 2018 var hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis mun hærra en árin 2020 og 2022, hjá körlum og konum og í öllum aldursflokkum.“ Engu máli skiptir þó svo að reynslan og almenn skynsemi mæli með netverslun umfram hinar 52 hjarðheilsuverslanir hins opinbera, forsjárhyggjufólk mun áfram verða jafn blint á veruleikann og það er staðfast í trúnni. Því það er enginn jafnblindur og sá sem ekki vill sjá. Höfundur er víninnflytjandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun