Ótakmarkaðar losunarheimildir á bulli Andrea Róbertsdóttir skrifar 8. mars 2023 11:30 „Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun