Körfubolti

Lögmál leiksins: „Hann er í gangsteraleik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ja Morant er í bullandi vandræðum.
Ja Morant er í bullandi vandræðum. getty/Justin Ford

Mál Jas Morant, stjörnu Memphis Grizzlies, verður meðal annars til umfjöllunar í Lögmáli leiksins í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20:00.

Myndband þar sem Morant virtist veifa byssu á skemmtistað fór í dreifingu um helgina. Í kjölfarið setti Memphis Morant til hliðar í allavega tvo leiki. Morant er einn besti leikmaður NBA en hefur verið full duglegur að koma sér í klandur fyrir alls konar rugl utan vallar.

„Hann er í einhverjum gangsteraleik með vinum sínum,“ sagði Hörður Unnsteinsson um Morant.

„Hann þarf að vera með einhverjum sem eru ekki vinir hans og segja honum eitthvað, því allir aðrir eru svo háðir honum. Vinahópurinn lifir ekkert hátt án hans,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson.

Hörður furðar sig á því að Morant sé kominn í þessa stöðu, allavega miðað við bakgrunn hans.

„Hann kemur ekki úr erfiðum aðstæðum. Hann er úr tveggja foreldra fjölskyldu, elst upp í úthverfi Memphis, fer í einkamenntaskóla og allan pakkann. Þetta er út úr karakter,“ sagði Hörður. Þetta og margt fleira í Lögmál leiksins klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Lögmál leiksins: Vesen á Morant



Fleiri fréttir

Sjá meira


×