Ráðvilltur ríkisendurskoðandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 20:01 Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun