Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 11:15 Þessir tveir voru frábærir í kvöld. Mitchell Leff/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. Það mátti búast við mikilli spennu í leik Bucks og 76ers enda um liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar að ræða. Eftir hnífjafnan fyrsta leikhluta tók Bucks öll völd á vellinum og var 14 stigum yfir þegar 4. leikhluti hófst. Þar loks small sóknarleikur 76ers en liðið skoraði 48 stig gegn aðeins 31 hjá Bucks og vann góðan þriggja stiga sigur, lokatölur 133-130 Philadelphia í vil. James Harden fór fyrir liði Philadelphia 76ers og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 38 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. What a night for James Harden 38 points9 rebounds10 assists5 threesSixers win in Milwaukee. pic.twitter.com/SLY2NHbeWo— NBA (@NBA) March 5, 2023 Joel Embiid skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 26 stig. Joel Embiid in the Sixers win: 31 points 6 rebounds 10 assistsFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh1oha pic.twitter.com/i1XaWBOfzZ— NBA (@NBA) March 5, 2023 Í liði Milwaukee Bucks var gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, stigahæstur með 34 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þar á eftir komu Brook Lopez og Jrue Holiday með 26 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 13 stoðendingar. Minnesota Timberwolves heldur áfram að vinna leiki en eftir að leggja Los Angeles Lakers í gær þá vann liðið Sacramento Kings í nótt, lokatölur 138-134. Segja má að leikmenn Úlfanna hafi dreift stigunum bróðurlega á milli sín en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Anthony Edwards: 27 stig - 8 stoðsendingar – 4 fráköst Mike Conley Jr.: 24 stig – 3 stoðsendingar – 3 fráköst Jaden McDaniels: 19 stig – 2 stoðsendingar – 4 fráköst Kyle Anderson: 18 stig – 9 stoðsendingar – 7 fráköst Nickeil Alexander-Walker: 16 stig – 5 stoðsendingar – 3 fráköst Rudy Gobert: 13 stig – 14 fráköst Naz Reid: 10 stig – 1 stoðsending – 4 fráköst Hjá Kings skoruðu fjórir leikmenn 20 stig eða meira. Kevin Huerter: 29 stig De‘Aaron Fox: 25 stig Domantas Sabonis: 24 stig og 14 fráköst Harrison Barnes: 20 stig TÍST Önnur úrslit Washington Wizards 109-116 Toronto RaptorsCleveland Cavaliers 114-90 Detroit PistonsSan Antonio Spurs 110-122 Houston RocketsMiami Heat 117-109 Atlanta Hawks Big wins around the Association tonight Peep the updated standings. https://t.co/qDvqmYBCF2 pic.twitter.com/SpNTLVytLK— NBA (@NBA) March 5, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Það mátti búast við mikilli spennu í leik Bucks og 76ers enda um liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar að ræða. Eftir hnífjafnan fyrsta leikhluta tók Bucks öll völd á vellinum og var 14 stigum yfir þegar 4. leikhluti hófst. Þar loks small sóknarleikur 76ers en liðið skoraði 48 stig gegn aðeins 31 hjá Bucks og vann góðan þriggja stiga sigur, lokatölur 133-130 Philadelphia í vil. James Harden fór fyrir liði Philadelphia 76ers og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 38 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. What a night for James Harden 38 points9 rebounds10 assists5 threesSixers win in Milwaukee. pic.twitter.com/SLY2NHbeWo— NBA (@NBA) March 5, 2023 Joel Embiid skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 26 stig. Joel Embiid in the Sixers win: 31 points 6 rebounds 10 assistsFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh1oha pic.twitter.com/i1XaWBOfzZ— NBA (@NBA) March 5, 2023 Í liði Milwaukee Bucks var gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, stigahæstur með 34 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þar á eftir komu Brook Lopez og Jrue Holiday með 26 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 13 stoðendingar. Minnesota Timberwolves heldur áfram að vinna leiki en eftir að leggja Los Angeles Lakers í gær þá vann liðið Sacramento Kings í nótt, lokatölur 138-134. Segja má að leikmenn Úlfanna hafi dreift stigunum bróðurlega á milli sín en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Anthony Edwards: 27 stig - 8 stoðsendingar – 4 fráköst Mike Conley Jr.: 24 stig – 3 stoðsendingar – 3 fráköst Jaden McDaniels: 19 stig – 2 stoðsendingar – 4 fráköst Kyle Anderson: 18 stig – 9 stoðsendingar – 7 fráköst Nickeil Alexander-Walker: 16 stig – 5 stoðsendingar – 3 fráköst Rudy Gobert: 13 stig – 14 fráköst Naz Reid: 10 stig – 1 stoðsending – 4 fráköst Hjá Kings skoruðu fjórir leikmenn 20 stig eða meira. Kevin Huerter: 29 stig De‘Aaron Fox: 25 stig Domantas Sabonis: 24 stig og 14 fráköst Harrison Barnes: 20 stig TÍST Önnur úrslit Washington Wizards 109-116 Toronto RaptorsCleveland Cavaliers 114-90 Detroit PistonsSan Antonio Spurs 110-122 Houston RocketsMiami Heat 117-109 Atlanta Hawks Big wins around the Association tonight Peep the updated standings. https://t.co/qDvqmYBCF2 pic.twitter.com/SpNTLVytLK— NBA (@NBA) March 5, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira