Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 07:00 Max Verstappen ræsir fremstur í fyrsta kappakstri tímabilsins. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira