VR fyrir öll – upplýsingar til Elvu, frambjóðanda til formanns Helga Ingólfsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:00 Elva Hrönn Hjartardóttir frambjóðandi til formanns VR setti fram skoðun hér á Visi.is í morgun sem mig langar að bregðast við. Félagsmenn VR sem eru að nálgast 40 þúsund eru vissulega fjölbreyttur hópur og allt starf félagsins tekur mið af því. Jafnréttis og mannréttindamál skipa stóran sett í allri starfsemi félagsins sem þróast í takt við þarfir félagsmanna og breytingar í samfélaginu. Jafnlaunavottun VR var einmitt það sem dró mig að félaginu á sínum tíma og á vegum stjórnar VR eru starfandi margar nefndir, þar á meðal Jafnréttisnefnd. Vakað á vaktinni – 3ja vaktin er orð ársins! Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins. Tilgangurinn með 3ju vaktinni felst í því að opna umræðu um hver ber ábyrgð á mörgum þáttum í heimilishaldi, uppeldi og ummönnun fjölskyldumeðlima. Hvað skyldum við mörg þekkja dæmi um að þarna hefur ekki verið rétt gefið og misjöfn ábyrgð foreldra á uppeldi og ummönnum hefur síðan leitt til þess að annað foreldri og oftar móðirin axlar meiri ábyrgð sem aftur hefur áhrif á starfsframa og möguleika á betri kjörum. Við vitum öll að það er enn verk að vinna að ná launajafnrétti og tryggja jafna möguleika allra kynja á vinnumarkaði og svo sannarlega má ekki gleyma að nefna það sem vel er gert og 3ja vaktin er klárlega eitt dæmi af mörgum þar sem VR hefur látið til sín taka í jafnréttismálum. Stjórn VR er samninganefnd félagsins og 6000 félagsmenn taka þátt Það er sérstakt að heyra endurtekið af hálfu Elvu að tveir aðilar(lesist: karlmenn) fari fyrir samningaviðræðum 40 þúsund félagsmanna VR og miður að upplifa vanþekkingu hennar á innra starfi félagsins VR og starfi stjórnar sem er jafnframt samninganefnd félagins. Stjórn VR sem er skipuð 7 konum og 7 körlum er formleg samninganefnd VR og tekur sitt hlutverk alvarlega. Kjaramálasvið VR er svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og víðtækt samráð er haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur félagsmanna og forgangsröðun. Rödd fjölbreytileikans innan VR kemur svo sannarlega fram í kröfugerð félagsins sem 6000 félagsmenn taka þátt í að móta. Margra mánaða vinna kjaramálasviðs og hagfræðideildar félagsins kemur svo á borð stjórnar til umræðu í aðdraganda kjaraviðræðna og þannig fær formaður sitt umboð. Kraftur í baráttunni og ójafnrétti víða Stærsta stéttarfélag landsins VR beitir sér stöðugt fyrir jafnrétti og mannréttindum og stendur öfluga vakt um helstu baráttumál félagsmanna sinna. VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra. Er kominn tími á breytingar? Styrkur VR felst í öflugu lýðræði með rafrænum kosningum á hverju ári þar sem kosið er um 7 fulltrúa í stjórn og á tveggja ára fresti þar kosið er til formanns. Hvort það er kominn tími á breytingar er í höndum félagmanna en það er umhugsunarefni þegar tæpt ár er í að samningar verði lausir á ný og viðræður um næsta kjarasamning þegar komnar í ákveðinn farveg. Miðað við þá hörku sem viðsemjendur okkar hafa sýnt nýverið í samingum mun reyna verulega á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Elva Hrönn Hjartardóttir frambjóðandi til formanns VR setti fram skoðun hér á Visi.is í morgun sem mig langar að bregðast við. Félagsmenn VR sem eru að nálgast 40 þúsund eru vissulega fjölbreyttur hópur og allt starf félagsins tekur mið af því. Jafnréttis og mannréttindamál skipa stóran sett í allri starfsemi félagsins sem þróast í takt við þarfir félagsmanna og breytingar í samfélaginu. Jafnlaunavottun VR var einmitt það sem dró mig að félaginu á sínum tíma og á vegum stjórnar VR eru starfandi margar nefndir, þar á meðal Jafnréttisnefnd. Vakað á vaktinni – 3ja vaktin er orð ársins! Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins. Tilgangurinn með 3ju vaktinni felst í því að opna umræðu um hver ber ábyrgð á mörgum þáttum í heimilishaldi, uppeldi og ummönnun fjölskyldumeðlima. Hvað skyldum við mörg þekkja dæmi um að þarna hefur ekki verið rétt gefið og misjöfn ábyrgð foreldra á uppeldi og ummönnum hefur síðan leitt til þess að annað foreldri og oftar móðirin axlar meiri ábyrgð sem aftur hefur áhrif á starfsframa og möguleika á betri kjörum. Við vitum öll að það er enn verk að vinna að ná launajafnrétti og tryggja jafna möguleika allra kynja á vinnumarkaði og svo sannarlega má ekki gleyma að nefna það sem vel er gert og 3ja vaktin er klárlega eitt dæmi af mörgum þar sem VR hefur látið til sín taka í jafnréttismálum. Stjórn VR er samninganefnd félagsins og 6000 félagsmenn taka þátt Það er sérstakt að heyra endurtekið af hálfu Elvu að tveir aðilar(lesist: karlmenn) fari fyrir samningaviðræðum 40 þúsund félagsmanna VR og miður að upplifa vanþekkingu hennar á innra starfi félagsins VR og starfi stjórnar sem er jafnframt samninganefnd félagins. Stjórn VR sem er skipuð 7 konum og 7 körlum er formleg samninganefnd VR og tekur sitt hlutverk alvarlega. Kjaramálasvið VR er svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og víðtækt samráð er haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur félagsmanna og forgangsröðun. Rödd fjölbreytileikans innan VR kemur svo sannarlega fram í kröfugerð félagsins sem 6000 félagsmenn taka þátt í að móta. Margra mánaða vinna kjaramálasviðs og hagfræðideildar félagsins kemur svo á borð stjórnar til umræðu í aðdraganda kjaraviðræðna og þannig fær formaður sitt umboð. Kraftur í baráttunni og ójafnrétti víða Stærsta stéttarfélag landsins VR beitir sér stöðugt fyrir jafnrétti og mannréttindum og stendur öfluga vakt um helstu baráttumál félagsmanna sinna. VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra. Er kominn tími á breytingar? Styrkur VR felst í öflugu lýðræði með rafrænum kosningum á hverju ári þar sem kosið er um 7 fulltrúa í stjórn og á tveggja ára fresti þar kosið er til formanns. Hvort það er kominn tími á breytingar er í höndum félagmanna en það er umhugsunarefni þegar tæpt ár er í að samningar verði lausir á ný og viðræður um næsta kjarasamning þegar komnar í ákveðinn farveg. Miðað við þá hörku sem viðsemjendur okkar hafa sýnt nýverið í samingum mun reyna verulega á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun