Smáhýsi í garðinum mínum! Rannveig Ernudóttir skrifar 3. mars 2023 07:31 Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar