Handbolti

Magnús Stefánsson tekur við ÍBV eftir tímabilið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Magnús Stefánsson eftir einn af þeim 203 deildarleikjum sem hann lék með ÍBV. Hann tekur við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil.
Magnús Stefánsson eftir einn af þeim 203 deildarleikjum sem hann lék með ÍBV. Hann tekur við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil. Vísir/Bára

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Magnús Stefánsson um að hann muni taka við sem aðalþjálfari liðsins í Olís-deild karla að yfirstandandi tímabili loknu. Magnús skrifar undir tveggja ára samning.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum ÍBV, en Magnús tekur við af Erlingi Richardssyni sem lætur af störfum að tímabilinu loknu. Erlingur hefur stýrt Eyjaliðinu frá árinu 2018.

Sem leikmaður lék Magnús með KA [síðar Akureyri), Fram og loks ÍBV. Magnús gekk í raðir ÍBV árið 2011 og lék með liðinu þar til skórnir fóru á hilluna frægu árið 2020. Með ÍBV vann Magnús átta titla, þar á meðal var hann í Eyjaliðinu sem vann þrennuna árið 2018. Magnús hefur starfað við þjálfun yngrri flokka frá árinu 2009 og er í dag aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×