Enginn friður í Fjarðabyggð? Ragnar Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2023 10:31 Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu. Neikvæð orðræða á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfi fjölmiðla er engum til góðs. Enginn sem tekur þátt í sveitarstjórnarmálum fer varhluta af því. Hef ég þar fengið minn skammt. Fráfarandi bæjarstjóri hefur borið hita og þunga í málefnum meirihlutans og umræðan hefur oft einskorðast við hann. Eitthvað hefur borið á þeirri umræðu hér eystra síðustu daga að afsögn bæjarstjórans tengist aðför pólitískra andstæðinga hans. Því fer fjarri. Hvað varðar skipulags- og fasteignamál í Fannardal þá er þannig mál með vexti að maður að sunnan, mér ókunnur, sendir inn erindi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Í bréfinu sem sent var á skrifstofu sveitarfélagsins og alla kjörna fulltrúa, var vakin athygli á að fráfarandi bæjarstjóri hefði ekki tilskilin leyfi og hefði ekki greitt lögbundin fasteignagjöld. Sé það rétt er öllum ljóst að það er óásættanlegt. Að veði er trúverðugleiki og traust íbúa til sveitarfélagsins. Flestum var brugðið eftir þessa uppákomu en sú ákvörðun að hætta var alfarið hans og meirihlutans, ekki annarra. Ósanngirni er að kenna öðrum um. Enginn bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál. Sjálfur hef ég sem forystumaður Sjálfstæðisflokks ítrekað neitað að tjá mig um málið í fjölmiðlum þar til að það hefur fengið efnislega umfjöllun. Því skal haldið til haga að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti strax ósk meirihlutans um að fresta málinu fyrir bæjarráði um eina viku. Ósanngirni hinna pólitísku andstæðinga var ekki meiri. Öllum má vera ljóst að rekstur Fjarðabyggðar er afar þungur. Umfangsmikil mál krefjast aðkallandi úrlausna, svo sem starfsmanna- og viðhaldsmál. Hefur minnihluti bæjarstjórnar ekki þvælst fyrir í úrlausn þeirra erfiðu mála. Ennfremur er skýrt að fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Fjarðarlistans verða að stíga fram og taka pólitíska ábyrgð til að forðast enn tíðari bæjarstjóraskipti. Þriðji bæjarstjórinn á tæpum fimm árum talar sínu máli. Það þarf meiri frið í Fjarðabyggð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun