Standast tilraunir á föngum skoðun? Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 10:44 Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga. Fjöldi fanga glímir við heimilisleysi, rofin fjölskyldubönd og langa sögu um vímuefnavanda. Rannsóknir sýna okkur að stór hluti er með taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og margir hafa stutta skólagöngu að baki. Í Bandaríkjunum er oft talað um að fangelsin séu í raun orðnar stærstu geðdeildirnar. Þótt staðan sé ekki jafn alvarleg hér á landi vistast þó að hverjum tíma einstaklingar í fangelsi með alvarlega geðsjúkdóma, sem ættu í raun að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu frekar en dvelja í réttarvörslukerfinu. Að mati undirritaðrar er óljóst hvernig psilocybin eigi að leysa ofangreindan vanda. Þó finna megi ákveðinn samnefnara í aðstæðum fanga þá er þetta langt frá því að vera einsleitur hópur eins og látið er í ljós. Nærtækast væri að móta heildstæða stefnu í málum fanga með því að tryggja þeim farsæla endurkomu í samfélagið. Svo sem með húsnæði, finna málum þeirra farveg innan heilbrigðiskerfisins svo eitthvað sé nefnt. Margar siðferðislegar spurningar vakna einnig þegar talað er um tilraunir á föngum. Getur frelsissviptur einstaklingur veitt upplýst samþykki? Hver er valdamismunurinn á fanganum og þeim sem óskar eftir þátttöku hans í tilraunum sem þessum? Hver og hvernig á að velja inn í rannsóknina? Í raun minnir umræðan um tilraunir á föngum einna helst á vafasamar tilraunir sem gerðar voru á jaðarsettum einstaklingum fyrir tíma vísindasiðanefnda og almennrar umræðu um réttindi fólks. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Fangelsismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga. Fjöldi fanga glímir við heimilisleysi, rofin fjölskyldubönd og langa sögu um vímuefnavanda. Rannsóknir sýna okkur að stór hluti er með taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og margir hafa stutta skólagöngu að baki. Í Bandaríkjunum er oft talað um að fangelsin séu í raun orðnar stærstu geðdeildirnar. Þótt staðan sé ekki jafn alvarleg hér á landi vistast þó að hverjum tíma einstaklingar í fangelsi með alvarlega geðsjúkdóma, sem ættu í raun að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu frekar en dvelja í réttarvörslukerfinu. Að mati undirritaðrar er óljóst hvernig psilocybin eigi að leysa ofangreindan vanda. Þó finna megi ákveðinn samnefnara í aðstæðum fanga þá er þetta langt frá því að vera einsleitur hópur eins og látið er í ljós. Nærtækast væri að móta heildstæða stefnu í málum fanga með því að tryggja þeim farsæla endurkomu í samfélagið. Svo sem með húsnæði, finna málum þeirra farveg innan heilbrigðiskerfisins svo eitthvað sé nefnt. Margar siðferðislegar spurningar vakna einnig þegar talað er um tilraunir á föngum. Getur frelsissviptur einstaklingur veitt upplýst samþykki? Hver er valdamismunurinn á fanganum og þeim sem óskar eftir þátttöku hans í tilraunum sem þessum? Hver og hvernig á að velja inn í rannsóknina? Í raun minnir umræðan um tilraunir á föngum einna helst á vafasamar tilraunir sem gerðar voru á jaðarsettum einstaklingum fyrir tíma vísindasiðanefnda og almennrar umræðu um réttindi fólks. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun