Þingmenn úr öllum flokkum styðja tillögu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 09:00 Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Úkraína Utanríkismál Mest lesið Kæru kennarar Einar Þorsteinsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson Skoðun Enginn sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils Andri Sigurðsson Skoðun Ástarvika Vigdís Häsler Skoðun #TakkEinar Ólöf Elefsen Skoðun Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson Skoðun „Samt veikari en nokkrum sinnum fyrr‟ Helga Gunnarsdóttir Skoðun Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir Skoðun Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum gönguvæna borg Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál sem geðheilbrigðismál Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hjálpartæki / heyrnartæki / samskiptastyrkur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Alþingiskosningar 2024, fer allt á versta eða besta veg? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Peningar: Verkfæri til að draga úr óvissu, ekki pólitískt vald Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ástarvika Vigdís Häsler skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson skrifar Skoðun Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun #TakkEinar Ólöf Elefsen skrifar Skoðun „Samt veikari en nokkrum sinnum fyrr‟ Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Enginn sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Kæru kennarar Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ert þú engill? Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjóra Helga Þórormsdóttir skrifar Skoðun Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir skrifar Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling skrifar Skoðun Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kerfisbreytingar í skólakerfinu: Velferð barna í fyrirrúmi Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Afmælisboð 180 daga á ári og oft á dag Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar Sjá meira
Úkraínumenn voru sveltir til undirgefni undir stjórn Sovétríkjanna, nú á að berja þá til hlýðni Í þessari viku verður ár liðið frá því Rússland gerði innrás í Úkraínu, fullvalda og sjálfstætt ríki í Evrópu. Ár verður liðið frá því Rússar hófu stríð í Evrópu. Það var því viðeigandi að þingsályktunartillaga um að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu, eða Holodomor, sem hópmorð, hafi verið sett á dagskrá Alþingis í gær. Hungursneyðin í Úkraínu stóð yfir frá 1932 til 1933 og var af völdum alræðisstjórnar Stalíns. Hún dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Rússar hafa þó alla tíð neitað því að um hópmorð, stundum kallað þjóðarmorð, hafi verið að ræða. Það hafa þó fleiri en þeir neitað voðaverkum Stalíns í nafni kommúnisma. Jafnvel hér á Íslandi tóku kommúnistar og nokkrir aðrir til varna þegar fréttir bárust af hungursneyðinni á sínum tíma. Flutningsmenn tillögunnar, sem koma úr öllum flokkum, vilja bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungursneyðin hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafa þegar brugðist við ákallinu. Um það er líka breið samstaða hér á Alþingi. Með þessu færi hungursneyðin á lista yfir þá ómannúðlegu alþjóðaglæpi alræðiskerfa sem útrýmdu milljónum mannslífa á fyrri hluta 20. aldar. Fólk víðs vegar um Úkraínu varð fyrir miklum áhrifum af hungri og kúgun alræðisstjórnar Stalíns. Örvænting fólks var slík að fólk greip til mannáts og hlutu fjölmargir dóm fyrir. Hungursneyðin var bein afleiðing þvingaðrar stefnu Sovétríkjanna um samyrkjubúskap. Auk þess var svelti kerfisbundið beitt sem refsingu, m.a. ef bændur gátu ekki uppfyllt tilskilið afhendingarmagn afurða. Svæðin sem urðu verst úti í þessum aðgerðum voru girt af til að koma í veg fyrir að hungraðir íbúar gætu flúið á milli svæða og til að koma í veg fyrir flutning matvæla til svæðanna. Markmið sovéskra stjórnvalda með sveltinu var enn fremur að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, að þvinga Úkraínumenn til undirgefni. Þeir voru því vísvitandi sveltir í pólitískum tilgangi. Þessi þjóðarharmleikur Úkraínumanna varð milljónum manna að bana. Þrátt fyrir afneitun Rússa, uppfyllir hungursneyðin öll skilyrði til að vera skilgreind sem hópmorð. Það er mat okkar þingmanna sem stöndum að tillögunni að mikilvægt sé að senda skýr skilaboð um þessa hörmulegu atburði í mannkynssögunni og vekja á þeim athygli til að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Slík skilaboð um voðaverk fyrri tíma sem mega ekki gleymast geta styrkt viðleitni alþjóðasamfélagsins til að tryggja framgang og vernd grundvallarmannréttinda og frelsis um allan heim. Og auðvitað er innrás Rússlands í Úkraínu og stríðsglæpir rússneska hersins alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta núna. Sporin hræða svo sannarlega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson Skoðun
Skoðun Peningar: Verkfæri til að draga úr óvissu, ekki pólitískt vald Eiríkur Ingi Magnússon skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson skrifar
Skoðun Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar frá kennurum í Hagaskóla Arna Sif Ásgeirsdóttir ,Drífa Guðmundsdóttir,Kolbeinn Ari Hauksson Skoðun