Körfubolti

Britt­n­ey Griner snýr aftur á körfu­bolta­völlinn eftir fanga­vistina í Rúss­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diana Taurasi og Brittney Griner verða báðar með Phoenix Mercury á komandi tímabili.
Diana Taurasi og Brittney Griner verða báðar með Phoenix Mercury á komandi tímabili. AP/Matt York

Brittney Griner gekk um helgina frá eins árs samningi við Phoenix Mercury og mun því spila í WNBA-deildinni í körfubolta á komandi tímabili.

Hin 32 ára gamla Griner þurfta að dúsa í fangelsi í tíu mánuði í Rússlandi eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu í febrúar í fyrra. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum en hana notaði hún í rafrettu sína.

Griner var síðan dæmd í níu ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl en Bandaríkjamenn sömdu seinna um fangaskipti við Rússa sem fengu frægan vopnasala í staðinn.

Griner sagðist ætla sér að spila aftur fyrir Phoenix Mercury liðið sem hefur verið hennar lið í WNBA síðan það valdi hana í nýliðavalinu árið 2013. Hún fær 165 þúsund Bandaríkjadali fyrir árið eða tæpar 24 milljónir íslenskra króna.

Þetta verður hennar tíunda tímabil með Mercury en Griner spilaði auðvitað ekkert á tímabilinu í fyrra enda föst í fangelsi í Rússlandi.

Griner átti eitt sitt besta tímabil árið 2021 þegar hún var með 20,5 stig, 9,5 fráköst og 1,9 varið skot að meðaltali í leik.

Hún var stödd í Rússlandi þar sem hún var að fara spila fyrir körfuboltalið í landinu eins og bestu körfuboltkonur WNBA-deildarinnar gerðu oft til að ná sér í pening utan WNBA-tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×