Körfubolti

Hlynur snýr aftur í landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn fertugi Hlynur Bæringsson er kominn aftur í landsliðið.
Hinn fertugi Hlynur Bæringsson er kominn aftur í landsliðið. vísir/bára

Hlynur Bæringsson snýr aftur í íslenska körfuboltalandsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2023.

Hlynur var hættur í landsliðinu og spilaði síðast með því í ágúst 2019. Hann hefur hins vegar gefið aftur kost á sér í það fyrir leikina gegn Spáni heima og Georgíu ytra.

Martin Hermannsson er enn frá vegna meiðsla og Hörður Axel Vilhjálmsson gaf sömuleiðis ekki kost á sér sökum meiðsla.

Ísland mætir Spáni í Laugardalshöllinni 23. febrúar og Georgíu í Tbílísi þremur dögum seinna. Svo gæti farið að sigur í leiknum gegn Georgíumönnum tryggi Íslendingum 3. sæti riðilsins og þar með sæti á HM.

Íslenski hópurinn

  • Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (63)
  • Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (73)
  • Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)
  • Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (23)
  • Hlynur Bæringsson · Stjarnan (129)
  • Kári Jónsson · Valur (30)
  • Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi (15)
  • Kristófer Acox · Valur (50)
  • Ólafur Ólafsson · Grindavík (52)
  • Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)
  • Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (26)
  • Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (7)
  • Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (56)
  • Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (9)
  • Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (78)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×